Erlent

Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hancock gerði lítið úr málinu í morgunþætti BBC í morgun.
Hancock gerði lítið úr málinu í morgunþætti BBC í morgun. epa/Vickie Flores

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum.

Það var Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Johnson, sem fékk skilaboðin send og uppljóstraði um þau. Í viðtali við BBC Breakfast í morgun sagði Hancock streitu um að kenna.

„Í hreinskilni sagt þá tilheyrir þetta fortíðinni,“ sagði Hancock spurður um málið. „Bólusetningaráætlunin hefur gengið stórvel. Þegar fólk er undir álagi segir það alls konar. Það sem skiptir máli er hversu vel við vinnum saman.“

Heilbrigðisráðherrann sagðist eiga í daglegum samskiptum við forsætisráðherrann en vildi ekki tjá sig um það hvort þeir hefðu rætt saman síðan greint var frá ummælunum í fjölmiðlum.

Spurður að því hvort það væru engu að síður ekki vandræðalegt að vera sagður „vonlaus“ svaraði Hancock ekki beint en ítrekaði að samstarf hans og Johnson hefði verið gott og bólusetningaráætlunin gengið vel. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.