Enski boltinn

Rashford gæti misst af fyrstu tveim mánuðum úrvalsdeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Marcus Rashford gæti verið frá í allt að 12 vikur.
Marcus Rashford gæti verið frá í allt að 12 vikur. EPA-EFE/Phil Noble

Marcus Rashford, framherji Manchester United, gæti verið frá fram í lok október vegna meiðsla og þar af leiðandi myndi hann missa af fyrstu tveim mánuðum næsta tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Rashford er á leiðinni í aðgerð á öxl.

Þessi 23 ára framherji var að glíma við meisli í öxl allan seinni hluta seinasta tímabils. Eftir skoðun í dag kom í ljós að hvíld væri ekki nóg til að laga vandamálið, og því þarf Rashford að fara í aðgerð.

Vonast var til þess að Rashford gæti farið strax í aðgerðina, en skurðlæknirinn er vant við látinn þangað til í lok mánaðar.

Búist er við því að Rashford gæti verið frá í allt að tólf vikur, en enska úrvalsdeildin hefst þann 13.ágúst.

Rashford skoraði ellefu mörk í 37 leikjum fyrir Manchester United á seinasta tímabili og lagði upp önnur níu. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.