Veður

Hiti gæti náð 24 stigum í dag

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hiti gæti farið yfir 20 stigin á Egilsstöðum í dag.
Hiti gæti farið yfir 20 stigin á Egilsstöðum í dag. vísir/vilhelm

Á­fram verður til­tölu­lega hlýtt á landinu í dag og á morgun áður en það kólnar að­eins um miðja viku. Hiti gæti náð 24 stigum í dag, hvar annars staðar en á Austur­landi þar sem hefur verið mikil sumar­blíða síðustu tvær vikurnar.

„Suð­vest­læg eða breyti­leg átt í dag, skýjað og dá­lítil væta af og til á vestan­verðu landinu. Hiti 11 til 18 stig,“ segir í hug­leiðingum veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands.

Spákort Veðurstofunnar klukkan 14 í dag.veðurstofa íslands

„Eins og hefur verið síðustu vikur er veðrið á Austur­landi allt annað mál, þar skín sólin og gæti hiti farið upp í 24 stig,“ heldur hann á­fram.

Sem fyrr segir á svo eftir að kólna eitt­hvað um miðja vikuna þegar lægð nálgast landið frá suður­hluta Græn­lands. Hún mun að sögn veður­fræðingsins stjórna veðri á landinu í nokkra daga og má þá búast við suð­austan­átt og rigningu vestan­lands á morgun og skýjuðu veðri og vætu á austur­landi um miðja viku.

Spákort Veðurstofunnar klukkan 12 næsta fimmtudag.Veðurstofa íslands

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á mánu­dag: 

Gengur í suð­austan 8-15 með rigningu um landið vestan- og sunnan­vert, en snýst í suð­vestan 5-10 með skúrum um kvöldið. Hægari vindur og þurrt að mestu fyrir austan. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í inn­sveitum austan­lands.

Á þriðju­dag:

Suð­læg eða breyti­leg átt 5-10 m/s og stöku skúrir, en skýjað með köflum og yfir­leitt þurrt fyrir austan. Hiti breytist lítið.

Á mið­viku­dag:

Suð­vest­læg átt 5-10 m/s og víða skúrir. Hiti 11 til 16 stig.

Á fimmtu­dag:

Vest­læg átt og stöku skúrir vestan­lands, en bjart með köflum og þurrt að kalla á Austur­landi. Hiti breytist lítið.

Á föstu­dag og laugar­dag:

Suð­vest­læg átt, skýjað og dá­lítil væta suð­vestan­til, en yfir­leitt bjart með köflum annars staðar. Hlýnar í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.