Veður

Hiti allt að 24 stigum norð­austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu níu til fjórtán stig en öllu bjartara yfir á austanverðu landinu.
Hiti verður á bilinu níu til fjórtán stig en öllu bjartara yfir á austanverðu landinu. Vísir/Vilhelm

Spáð er suðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu norðvestan- og vestanlands, og einnig með suðausturströndinni, en hægari breytileg átt annarsstaðar. Skýjað og úrkomulítið verður á vesturhelmingi landsins en dálítil rigning norðvestantil.

Spáð er suðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu norðvestan- og vestanlands, og einnig með suðausturströndinni, en hægari breytileg átt annarsstaðar. Skýjað og úrkomulítið verður á vesturhelmingi landsins en dálítil rigning norðvestantil.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu níu til fjórtán stig og öllu bjartara yfir á austanverðu landinu. Þar muni víða sjást til sólar með sextán til 21 stigs hita, og allt að 24 stigum þar sem best lætur í innsveitum á Norðausturlandi.

„Það eru þó víða þokubakkar á sveimi við sjávarsíðuna og mun svalara í þeim.

Heilt yfir eru litlar breytingar í veðri fyrir morgundaginn, miðað við daginn í dag, en þó er vert að nefna að útlit er fyrir heldur meiri vætu á höfuðborgarsvæðinu.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðlæg átt, víða 5-10 m/s. Skýjað vestantil og súld með köflum suðvestan- og vestanlands, en víða bjartviðri um austanvert landið. Hiti 11 til 24 stig, hlýjast í innsveitum norðaustantil.

Á laugardag: Suðaustlæg átt, skýjað og úrkomulítið um landið S- og V-vert, en þurrt og bjart að mestu norðan- og austantil. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast í innsveitum norðaustanlands.

Á sunnudag: Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á síðdegisskúrum inn til landsins. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast í uppsveitum vestanlands.

Á mánudag: Suðlæg átt og skúrir, en þurrt austantil. Áfram hlýtt í veðri.

Á þriðjudag: Suðvestan átt og súld með köflum, en skýjað og úrkomulítið austantil á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðvestanátt og rigningu um vestanvertlandið, annars þurrt. Kólnar heldur í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.