Íslenski boltinn

Mikilvægur sigur Vestra á Fjölni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Vestramenn fögnuðu sigri.
Vestramenn fögnuðu sigri.

Einn leikur var á dagskrá í Lengjudeild karla í dag þar sem 10. umferð hófst. Vestri vann 2-1 sigur á Fjölni fyrir vestan.

Markalaust var í kvöld allt fram á 70. mínútu leiksins þegar Jóhann Árni Gunnarsson kom Fjölnismönnum í forystu. Chechu Menenes jafnaði hins vegar fyrir heimamenn aðeins fjórum mínútum síðar og á 79. mínútu skoraði Nicolaj Madsen það sem reyndist sigurmark Vestra.

Sigurinn er Vestramönnum mikilvægur þar sem þeir fara upp fyrir Fjölni í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig, líkt og Kórdrengir sem eru sæti ofar, og aðeins þremur stigum frá ÍBV í 2. sæti deildarinnar. Fjölnir er með 14 stig í sjötta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×