Erlent

Leitin að John Snorra og sam­ferða­mönnum mikil á­skorun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvikmyndagerðarmaðurinn Elia Saikaly vinnur að gerð heimildamyndar um ferð Johns Snorra og félaga hans upp á K2.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Elia Saikaly vinnur að gerð heimildamyndar um ferð Johns Snorra og félaga hans upp á K2. Facebook/Elia Saikaly

Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vann að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, segir það mikla áskorun að standa í leitarleiðangri upp á fjallið og framleiða heimildarmynd á sama tíma. Hann er nú á leið upp fjallið til að leita að John Snorra og samferðamönnum hans.

„Það gerist eitthvað við mig í þessum ferðum. Það er líkt og ég geti orðið besta útgáfan af sjálfum mér. Mótlætið getur annað hvort kramið þig eða leiðbeint þér í átt að því að verða sá sem þú raunverulega ert,“ skrifar Saikaly í Facebook-færslu sem birtist í gær.

Saikaly segist í færslunni hræddur við K2, enda sé lítið svigrúm til að gera mistök þar uppi, en fjallið er talið það hættulegasta sem hægt er að klífa.

„Ég missti tvo góða vini þarna uppi í vetur og annan góðan vin, Serge Dessureault, fyrir nokkrum árum, sem ég átti líka að vera að taka upp.“

Saikaly segir hann og hópinn sem fylgir honum nálgast K2 af mikilli virðingu, líkt og þeir geri með öll fjöll. Virðingin og auðmýktin sé þó enn meiri þegar komu að K2.

„Að koma Sajid hingað svo hann eigi mögueika á að finna föður sinn skiptir öllu máli. Jafn miklu og að finna John [Snorra] og Juan Pablo,“ skrifar Saikaly og á þar við Sajid Sadpara, son Ali Sadpara. Sá síðarnefndi var annar tveggja fjallgöngumanna sem týndust á K2 ásamt John Snorra.


Tengdar fréttir

Hefja leit að John Snorra og Sadpara

Sonur Sajid Sadpara sem fórst á K2 með John Snorra Sigurjónssyni í vetur og kanadísku vinur þeirra eru komnir til Pakistan til þess að hefja leit að líkum þeirra á fjallinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×