Völdu Kára og Hannes Þór besta til þessa | Blikar geta ógnað toppliði Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 12:31 Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason eru bestu leikmenn fyrri hluta Pepsi Max deildar karla að mati Jón Þórs Haukssonar og Mána Péturssonar. Vísir/Hulda Margrét Farið var yfir víðan völl í Stúkunni að loknum leikjum dagsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Voru nokkur málefni rætt í lok þáttar en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Máni Pétursson og Jón Þór Hauksson. HK-ingar í hættu? „Það fellur enginn þegar mótið er hálfnað en þeir eru vissulega í mjög harðri fallbaráttu,“ sagði Jón Þór. „Ég var ótrúlega spenntur fyrir að sjá HK. Ég var viss um að þeir myndu ekki vera í fallbaráttu og koma á óvart ef eitthvað væri. Þeir hafa klárlega komið á óvart, ég bjóst ekki við þeim í fallbaráttu,“ bætti Máni við. Hversu langt geta Blikar náð? „Það sem Blikar hafa gert – sem er mjög jákvætt – að eftir hræðilega byrjun þá hafa þeir núllstillt sig og ákveðið að hafa trú á því sem þeir eru að gera og halda áfram,“ sagði Máni. „Það sem vekur athygli mína í þessari toppbaráttu er að í maí og langt framan af móti var Heimir Guðjónsson að spila á sama liði og Valur að sækja þrjú stig á meðan Blikar voru að hrófla mikið í sínu liði. Núna erum við að sjá að Blikarnir eru að koma fulla ferð og hafa verið að spila frábærlega á köflum á meðan Valsmenn hafa verið að lækka flugið töluvert,“ bætti Jón Þór við. Bjart yfir Bítlabænum? „Það er alltaf sól í Keflavík. Þetta er ekki kallað „Sunny Kef“ fyrir ekki neitt. Það eru hins vegar aðeins tveir gírar í Keflavík, það er aftur á bak og áfram,“ sagði Máni. Þá var einnig farið yfir hvernig Jón Þór og Máni myndu styrkja Víkingsliðið en Arnar Gunnlaugsson hefur gefið í skyn að Víkingar munu sækja leikmenn í glugganum sem opnar á næstu dögum. Að lokum var spurt hvaða leikmaður hefði verið bestur fyrri hluta móts. Þar voru Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Sævar Atli Magnússon og Brynjar Ingi Bjarnason nefndir til sögunnar. Jón Þór vildi meina að Kári væri bestur á Íslandsmótinu til þessa á meðan Máni valdi Hannes Þór. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Farið yfir ýmis málefni í Stúkunni Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
HK-ingar í hættu? „Það fellur enginn þegar mótið er hálfnað en þeir eru vissulega í mjög harðri fallbaráttu,“ sagði Jón Þór. „Ég var ótrúlega spenntur fyrir að sjá HK. Ég var viss um að þeir myndu ekki vera í fallbaráttu og koma á óvart ef eitthvað væri. Þeir hafa klárlega komið á óvart, ég bjóst ekki við þeim í fallbaráttu,“ bætti Máni við. Hversu langt geta Blikar náð? „Það sem Blikar hafa gert – sem er mjög jákvætt – að eftir hræðilega byrjun þá hafa þeir núllstillt sig og ákveðið að hafa trú á því sem þeir eru að gera og halda áfram,“ sagði Máni. „Það sem vekur athygli mína í þessari toppbaráttu er að í maí og langt framan af móti var Heimir Guðjónsson að spila á sama liði og Valur að sækja þrjú stig á meðan Blikar voru að hrófla mikið í sínu liði. Núna erum við að sjá að Blikarnir eru að koma fulla ferð og hafa verið að spila frábærlega á köflum á meðan Valsmenn hafa verið að lækka flugið töluvert,“ bætti Jón Þór við. Bjart yfir Bítlabænum? „Það er alltaf sól í Keflavík. Þetta er ekki kallað „Sunny Kef“ fyrir ekki neitt. Það eru hins vegar aðeins tveir gírar í Keflavík, það er aftur á bak og áfram,“ sagði Máni. Þá var einnig farið yfir hvernig Jón Þór og Máni myndu styrkja Víkingsliðið en Arnar Gunnlaugsson hefur gefið í skyn að Víkingar munu sækja leikmenn í glugganum sem opnar á næstu dögum. Að lokum var spurt hvaða leikmaður hefði verið bestur fyrri hluta móts. Þar voru Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Sævar Atli Magnússon og Brynjar Ingi Bjarnason nefndir til sögunnar. Jón Þór vildi meina að Kári væri bestur á Íslandsmótinu til þessa á meðan Máni valdi Hannes Þór. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Farið yfir ýmis málefni í Stúkunni Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira