Íslenski boltinn

Um mögu­lega loka­sókn Fylkis gegn Val: Hann á bara að lesa leikinn og hleypa þessu í gegn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fylkismenn voru ekki sáttir að fá ekki að klára lokasókn sína gegn Val.
Fylkismenn voru ekki sáttir að fá ekki að klára lokasókn sína gegn Val. Vísir/Hulda Margrét

Fylkismenn voru verulega ósáttir með að leikur þeirra og Vals að Hlíðarenda í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hafi verið flautaður af þegar liðið var á leið í álitlega skyndisókn.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Fylkismenn hefðu getað stolið sigrinum þarna. Atvikið var til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

„Þegar staðan er 1-1 og Valsmenn eru að reyna stela sigrinum þá eru Fylkismenn á leiðinni þrír í gegn, það er einn varnarmaður Vals til að verjast og dómarinn flautar af. Nú bara spyr ég, eru reglurnar ekki þannig að þegar leiktíminn er búinn þá er leiktíminn bara búinn?“ spurði Rikki G., þáttastjórnandi Stúkunnar í gær.

„Ég held það sé þannig að þú verður að klára augnablikið,“ sagði Jón Þór Hauksson, annar af sérfræðingum þáttarins, og bætti svo við.

„Þegar hann flautar til loka fyrri hálfleiks eru Fylkismenn pirraðir á því að fá ekki að klára hornspyrnu. Þarna sjáum við að það eru 30 sekúndur komnar fram yfir uppgefinn uppbótartíma sem var þrjár mínútur. Valsmenn fá að klára sína hornspyrnu ólíkt því sem gerist í fyrri hálfleik þegar Fylkir fær ekki að klára sína.“

„Síðan eru Fylkismenn komnir í álitlega stöðu, vægt til orða tekið, þá flautar hann af. Sem er kannski rétt hjá honum þar sem augnablikið er búið. Nú ertu kannski ekki að spyrja rétta manninn,“ sagði Jón Þór að endingu og hló.

„Hann á bara að lesa leikinn og hleypa þessu í gegn,“ bætti Baldur Sigurðsson, hinn sérfræðingur þáttarins, við að lokum.

Klippa: Fylkismenn ósáttir

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×