Íslenski boltinn

Framlenging á Húsavík og Völsungur og Haukar fara áfram í 16-liða úrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukar eru komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Haukar eru komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vísir/Andri Marinó

Haukar og Völsungur eru komin í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir leiki kvöldsins. Haukar slógu KF út á Ólafsfjarðarvelli með 2-1 sigri, en á Húsavík þurfti framlengingu til að skera úr um sigurvegara þar sem heimamenn höfðu betur 2-1 geg Leikni frá Fáskrúðsfirði.

Kristófer Dan Þórðarson kom Haukum yfir gegn KF strax á fimmtu mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar voru leikmenn KF þó búnir að jafna metin með marki frá Cameron Botes.

Tómas Leó kom Haukum aftur yfir á 68.mínútu, og lokatölur leiksins urðu 2-1, Haukum í vil. Haukar eru því komnir í 16-liða úrslit, en KF er úr leik.

Á Húsavík þurftu liðin 85 míútur til að brjóta ísinn. Þá var það Björgvin Stefán Pétursson sem kom gestunum yfir.

Aðeins þrem mínútum síðar jafnaði Sæþór Olgeirsson metin fyrir heimamenn, og staðan var 1-1 þegar venjulegum leiktíma lauk.

Því þurfti að grípa til framlengingar. Jakob Héðinn sá til þess að heimamenn eru á leið í 16-liða úrslit með marki á 103.mínútu og lokatölur 2-1.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.