Íslenski boltinn

„Vond spilamennska”

Sverrir Már Smárason skrifar
Valur tapaði mikilvægum stigum í kvöld.
Valur tapaði mikilvægum stigum í kvöld.

Valskonur gerðu 1-1 jafntefli við Þór/KA í kvöld. Eiður Ben, aðstoðarþjálfari Vals, var fúll í leikslok.

„Bara svekkjandi. Vond spilamennska hjá okkur í kvöld og eitthvað sem við ætluðum okkur ekki að gera. Við ætluðum að gera þetta öðruvísi en svona fór þetta í dag.”

Val gekk illa að skapa sér færi í leiknum og sóknarmönnum liðsins gekk illa að skapa sér góðar stöður.

„Við vorum fyrst og fremst að taka allt of mörg touch á boltann hvort það var Elín Metta eða einhver önnur. Mér fannst tempó-leysi hjá okkur fyrst og fremst, auðvitað komu kaflar sem voru góðir en þeir voru alltof fáir og það vantaði meira tempó í það sem við vorum að gera.”

Þór/KA liðið fékk vítaspyrnu strax á 46. Mínútu í seinni hálfleik þegar boltinn fór í höndina á Mist Edvardsdóttur. Eiður var ósammála þeim dómi.

„Nei, hún er alltaf fyrir utan teig. Það sést betur á videoinu eftir leik. Já, hún fær hann í hendina en er að hlaupa. Hún er ekki að koma í veg fyrir mark enda boltinn ekki á leiðinni inn. Auðvitað köld vatnsgusa í andlitið en við höfðum svo 45 mínútur til þess að gera fleiri mörk sem við gerðum ekki. Það er kannski það sem maður horfir mest í.”

Valur eru nú með 14 stig í efsta sæti deildarinnar sem stendur en næst er það bikarleikur.

„Við förum í bikarleik á fimmtudag á móti ÍBV, ætlum að sjálfsögðu áfram í bikarnum. Síðan er stutt hvíld á milli fyrir erfiðan leik við Keflavík og við þurfum að fara í hvern einasta leik til að ná í 3 stig, ekki spurning” sagði Eiður um framhaldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×