Vítavandræði KA-manna ekki nýtt vandamál: Níu vítaklúður síðustu þrjú sumur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 14:01 KA-menn hafa staðið sig vel í sumar nema kannski þegar kemur að því að skora úr vítaspyrnum. Vísir/Hulda Margrét KA-menn klúðruðu tveimur vítaspyrnum í toppslagnum á móti Valsmönnum í gær og gengu fyrir vikið stigalausir af velli í Dalvík. KA-menn hafa aðeins nýtt tvær af sex vítaspyrnum sínum í Pepsi Max deildinni í sumar. Þetta er þó ekki nýtt vandamál hjá KA-liðinu. Það sést með því að skoða vítanýtingu liðsins undanfarin sumur. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr fyrstu tveimur vítaspyrnum sumarsins en báðar komu á móti Leikni í 3. umferðinni. Hallgrímur Mar klikkaði síðan í tveimur leikjum í röð, fyrst í Keflavík og svo á heimavelli á móti Víkingum í 1-0 tapi. KA hafði ekki fengið víti síðan en það breyttist í gær. Nú var komið að öðrum en Hallgrími að spreyta sig en niðurstaðan var sú sama. Fyrst lét Jonathan Hendrickx verja frá sér víti og svo skaut Sebastiaan Brebels í slána. Þetta var í fyrsta sinn síðan á fyrsta degi októbermánaðar 2010 sem sama lið klikkar á tveimur vítaspyrnum í leik en Tryggvi Guðmundsson klúraði þá tveimur vítaspyrnum ÍBV á móti Grindavík á Hásteinsvelli. Þessi vítavandræði KA-manna eru ekki ný af nálinni. Þeir klikkuðu reyndar bara á einu af fimm vítum sínum í fyrra en sumarið 2019 þá fóru einnig fjórar vítaspyrnur forgörðum. Hallgrímur Mar klúðraði þremur þeirra og er því með fimm vítaklúður á síðustu sumrum. KA-liðið hefur þannig klúðrað níu vítaspyrnum á síðustu tveimur og hálfu tímabili.Vítanýtingin á þessum þremur sumrum er 11 mörk úr 20 vítaspyrnum sem gerir 55 prósent vítanýtingu. KA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
KA-menn hafa aðeins nýtt tvær af sex vítaspyrnum sínum í Pepsi Max deildinni í sumar. Þetta er þó ekki nýtt vandamál hjá KA-liðinu. Það sést með því að skoða vítanýtingu liðsins undanfarin sumur. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr fyrstu tveimur vítaspyrnum sumarsins en báðar komu á móti Leikni í 3. umferðinni. Hallgrímur Mar klikkaði síðan í tveimur leikjum í röð, fyrst í Keflavík og svo á heimavelli á móti Víkingum í 1-0 tapi. KA hafði ekki fengið víti síðan en það breyttist í gær. Nú var komið að öðrum en Hallgrími að spreyta sig en niðurstaðan var sú sama. Fyrst lét Jonathan Hendrickx verja frá sér víti og svo skaut Sebastiaan Brebels í slána. Þetta var í fyrsta sinn síðan á fyrsta degi októbermánaðar 2010 sem sama lið klikkar á tveimur vítaspyrnum í leik en Tryggvi Guðmundsson klúraði þá tveimur vítaspyrnum ÍBV á móti Grindavík á Hásteinsvelli. Þessi vítavandræði KA-manna eru ekki ný af nálinni. Þeir klikkuðu reyndar bara á einu af fimm vítum sínum í fyrra en sumarið 2019 þá fóru einnig fjórar vítaspyrnur forgörðum. Hallgrímur Mar klúðraði þremur þeirra og er því með fimm vítaklúður á síðustu sumrum. KA-liðið hefur þannig klúðrað níu vítaspyrnum á síðustu tveimur og hálfu tímabili.Vítanýtingin á þessum þremur sumrum er 11 mörk úr 20 vítaspyrnum sem gerir 55 prósent vítanýtingu.
KA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira