Veður

Slydda fyrir norðan

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Það hlýnar ekki mikið á landinu á næstu dögum.
Það hlýnar ekki mikið á landinu á næstu dögum. vísir/vilhelm

Þjóð­há­tíðar­veðrið verður ekki sér­lega fýsi­legt á norðan­verðu landinu í dag. Þar hefur verið fremur kalt og má búast við að beri á slyddu­éljum.

Norð­læg eða breyti­leg átt verður á landinu í dag og á morgun. Henni fylgir nokkur kuldi en hitinn verður víðast fimm til tíu gráður á landinu. Há­marks­hiti á landinu næstu daga er í kring um tólf gráður, sam­kvæmt spá veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag: 

Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og víða skúrir síðdegis. Hiti 5 til 12 stig, mildast S-lands.

Á sunnudag:

Vestan 3-8 og sums staðar smáskúrir. Hiti 6 til 13 stig yfir daginn.

Á mánudag (sumarsólstöður): 

Sunnanátt og rigning V-lands, en bjart með köflum A-til á landinu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á NA-landi.

Á þriðjudag:

Suðlæg átt og dálítil rigning S- og V-lands, en líkur á skúrum síðdegis á NA-verðu landinu. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag: 

Hæg breytileg átt eða hafgola, bjart með köflum og milt veður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×