Íslenski boltinn

„Við vorum heppnir að tapa bara 2-0 í dag“

Atli Arason skrifar
Stefan Alexander Ljubicic, framherji HK.
Stefan Alexander Ljubicic, framherji HK. Vísir/Vilhelm

Stefan Alexander Ljubicic, leikmaður HK, segir að Kópavogsbúar hafi ekki átt neitt skilið út úr leiknum sem það spilaði við botnlið Keflavíkur í dag.

„Við áttum skilið að tapa. Það gekk ekkert upp hjá okkur og þeir voru betri í öllu. Við vorum heppnir að tapa bara 2-0 í dag.“

„Við erum ekki búnir að spila lengi og við fengum ekki æfingarleik þannig að menn voru kaldir. Það vantaði upp á sendingarnar og fókusinn. Það vantaði allt í dag,“ sagði Stefan í viðtali eftir leik.

Stefan er uppalin í Keflavík og spilaði hann 4 leiki með þeim bláklæddu árið 2015-16 áður en hann hélt til Bretlands. Leikurinn í kvöld var hans fyrsti gegn Keflavík.

„Það er alltaf gaman að mæta félögum og öllum þessum strákum sem ég hef spilað með áður. Það er alltaf gott að spila heima, þetta er minn heimabær en að tapa hérna líka er súrt.

Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur, bauð Stefan velkominn í Keflavík á 51‘ mínútu með hörku hörku tæklingu. Stefan lág lengi eftir en Stefan vildi alls ekki gera mikið úr þessum viðskiptum við Magnús.

„Já svona er fótboltinn, maður verður að láta finna fyrir sér. Þetta var ekkert svo gróft, hann bara var svolítið seinn. Við tókumst svo í hendur og það er allt í góðu á milli okkar,“ svaraði Stefan aðspurður út í atvikið.

Keflavík er nú búið að jafna HK og Stjörnuna af stigum ásamt því að eiga leik til góða á bæði lið. Næsti leikur HK er einmitt gegn Stjörnunni og Stefan segir að mikið sé undir þeim leik á sunnudaginn næsta.

Það er bara 6 stiga leikur. Við þurfum að fara að tengja saman sigra. Við höfum verið að spila vel þetta er eini leikurinn sem við höfum ekki verið solid. Við eigum Stjörnuna á sunnudaginn og við verðum bara að vera mættir þá og sýna hvað við getum,“ sagði Stefan Alexander Ljubicic að lokum.

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.