Erlent

Sam­þykktu myndun nýrrar ríkis­stjórnar án Netanja­hús

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Benjamín Netanjahú hefur verið forsætisráðherra Ísraels frá árinu 2009.
Benjamín Netanjahú hefur verið forsætisráðherra Ísraels frá árinu 2009. Amir Levy/Getty

Ísraelska þingið samþykkti fyrir skemmstu myndun nýrrar ríkisstjórnar undi forystu Naftali Bennett og Jaír Lapíd. Benjamín Netanjahú, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra Ísraels síðustu tólf ár, er því á leið úr embætti.

Mjótt var á munum í atkvæðagreiðslunni, en myndun ríkisstjórnarinnar var samþykkt með 60 atkvæðum gegn 59.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Bennett, leiðtogi Yamina-flokksins, verði svarinn í embætti forsætisráðherra. Hann muni gegna embættinu fram til september 2023. Eftir það muni Lapid, leiðtogi Yesh Atid-flokksins, taka við völdum til tveggja ára.

Netanjahú, sem fer fyrir Líkúd-flokknum, verður nú leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×