Mjótt var á munum í atkvæðagreiðslunni, en myndun ríkisstjórnarinnar var samþykkt með 60 atkvæðum gegn 59.
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Bennett, leiðtogi Yamina-flokksins, verði svarinn í embætti forsætisráðherra. Hann muni gegna embættinu fram til september 2023. Eftir það muni Lapid, leiðtogi Yesh Atid-flokksins, taka við völdum til tveggja ára.
Netanjahú, sem fer fyrir Líkúd-flokknum, verður nú leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael.