Veður

Kalt loft færist yfir landið með norðan­átt í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grindavík. Vindur verður víða allhvass á landinu í dag.
Frá Grindavík. Vindur verður víða allhvass á landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Kalt loft færist yfir landið með norðanátt í dag, en von er á tíu til átján metrum á sekúndu með morgninum en heldur hægari norðvestanátt um austanvert landið þar til síðdegis. Yfirleitt rigning á láglendi um norðanvert landið en styttir upp og léttir til syðra.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu eitt til sex stig á láglendi fyrir norðan en nú þegar mælist frost á nokkrum fjallvegum, eins og til dæmis Holtavörðuheiði.

„Það gæti því mögulega verið krapi eða snjóþekja á vegum norðantil og færðin eftir því.

Heldur hlýrra sunnanlands, einkum ef að sólar nýtur og má reikna með hiti á bilinu 8 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Vindur verður þó víða allhvass, líkt og víðar á landinu, einkum í vindstrengjum við fjöll sem gæti tekið í ökutæki sem eru viðkvæmt fyrir vindi.

Lægir og styttir upp í nótt. Austlæg átt 5-10 m/s og úrkomulítið veður framan af morgundeginum.“

Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Austlæg átt 5-10 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið. Gengur í austan 10-18 sunnantil á landinu um kvöldið með dálítilli rigningu, hvassast með ströndinni. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á sunnudag: Austlæg átt 8-15 m/s og víða rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla á norðan- og austanverðu landinu. Norðlægari um kvöldið og styttir upp suðvestantil. Hiti frá 1 stigi í innsveitum norðaustanlands, upp í 9 stig syðst.

Á mánudag: Norðlæg átt 5-13 m/s. Dálítil slydda eða rigning um norðanvert landið og rigning á köflum sunnantil, en yfirleitt þurrt á Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag: Austan- og norðaustan átt, víða 5-10 m/s en 10-15 m/s með suðausturströndinni. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta, en þurrt um landið vestanvert. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.

Á miðvikudag: Norðlæg átt, skýjað að mestu og sumsstaðar lítilsháttar slydda eða rigning norðan- og austanlands, en þurrt sunnantil á landinu. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst.

Á fimmtudag (lýðveldisdagurinn): Útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Skýjað með köflum og stöku skúrir eða slydduél víða um land. Hiti breytist lítið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.