Enski boltinn

Evrópumeistararnir framlengja við gömlu mennina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Evrópumeistaratitlinum fagnað á dögunum.
Evrópumeistaratitlinum fagnað á dögunum. vísir/getty

Olivier Giroud og Thiago Silva fengu báðir framlengingu á samningi sínum við Chelsea í kjölfar þess að liðið sigraði Meistaradeild Evrópu á dögunum.

Hinn 36 ára gamli Silva gekk í raðir Chelsea síðasta sumar.

Hann lék 34 leiki í öllum keppnum á nýafstaðinni leiktíð þó meiðsli hafi plagað þennan þrautreynda varnarmann á köflum í vetur. Silva yfirgaf leikvöllinn í úrslitaleiknum gegn Man City um síðustu helgi, einmitt vegna smávægilegra meiðsla.

Hinn 34 ára gamli Giroud kom ekkert við sögu í úrslitaleiknum en skoraði 11 mörk í 31 leik á tímabilinu og vann sér inn fyrir nýjum eins árs samning.

Frakkinn stóri og stæðilegi gekk í raðir Chelsea frá Arsenal árið 2018.

Samningur Thomas Tuchel, stjóra Chelsea, hefur einnig verið framlengdur um tvö ár en hann tók við liðinu af Frank Lampard á miðju tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.