Tuchel stefnir á að losa sig við 14 leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2021 09:00 Mögulega var Tuchel hér að átta sig á að hann þyrfti að selja fjölda leikmanna í sumar. EPA-EFE/Ben Stansall Thomas Tuchel, þjálfari Evrópumeistara Chelsea, ætlar heldur betur að taka til í leikmannahópi liðsins sem er einkar fjölmennur. Alls eru 14 leikmenn sem hann stefnir á að selja í sumar samkvæmt Sky Sports. Stærstu nöfnin á listanum eru Oliver Giroud, Tammy Abraham, Ross Barkley og Ruben Loftus-Cheek. Listinn var tekinn saman áður en Giroud framlengdi samning sinn en það er ljóst að Tuchel telur sig hafa not fyrir hinn 34 ára gamla franska sóknarmann á næstu leiktíð. Einige Spieler des frisch gebackenen Champions League-Sieger haben unter Thomas Tuchel keine Zukunft mehr! #SkyPL #Chelsea pic.twitter.com/hqKesJEVdD— Sky Sport (@SkySportDE) June 4, 2021 Chelsea hefur verið eitt duglegasta lið heims að kaupa leikmenn og lána þá til annarra liða ár eftir ár. Nú hefur Tuchel ákveðið að leikmennirnir verði ekki lánaðir heldur einfaldlega seldir. Í gær var staðfest að AC Milan hefði ákveðið að nýta sér kaupréttinn á Fikayo Tomori. Milan borgar 28.5 milljónir evra fyrir þennan enska miðvörð sem var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Confirmed. AC Milan have just communicated to Chelsea they re triggering 28.5m clause in order to sign Fikayo Tomori on a permanent deal. The agreement will be completed and announced next week. Contract until June 2026. #CFC #ACMilan https://t.co/8eyqeM0ITd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2021 Tuchel getur því strikað yfir nafn Tomori á listanum en enn eru 13 leikmenn eftir. Það ætti ekki að vera erfitt að finna lið til að fjárfesta í hinum 23 ára gamla Tammy Abraham. Hann hefur leikið með Bristol City, Swansea City og Aston Villa á láni en hann er ekki í plönum Tuchel og því verður hann seldur í sumar. Aðrir enskir leikmenn sem reikna má með að verði ekki í vandræðum með að finna sér lið eru Barkley [27 ára, miðjumaður] , Loftus-Cheek [25 ára, miðjumaður] og Conor Gallagher [20 ára, miðjumaður]. Það virðist sem lið í ensku úrvalsdeildinni séu alltaf til í að setja fúlgur fjár í enska leikmenn og vonast þýski þjálfarinn eflaust eftir nokkrum milljónum í kassann þar. Barkley heillaði hins vegar ekki hjá Aston Villa á síðustu leiktíð og sömu sögu er að segja af Loftus-Cheek hjá Fulham. Gallagher var hins vegar einn af fáum ljósum punktum í fallliði West Bromwich Albion. Hvernig Chelsea mun ganga að losa sig við hina leikmennina á listanum verður að koma í ljós. Leikmennir sem um ræðir eru eftirfarandi: Michy Batshuayi - sóknarmaður, 27 ára | Belgía Victor Moses - vængmaður, 30 ára | Nígería Emerson Palmieri - bakvörður, 26 ára | Brasilía Tiemoue Bakayoko - miðjumaður, 26 ára | Frakkland Davide Zappacosta - bakvörður, 28 ára | Ítalía Danny Drinkwater - miðjumaður, 31 árs | England Billy Gilmour - miðjumaður, 19 ára | Skotland Baba Rahman - bakvörður, 26 ára | Gana Kenedy - vængmaður, 25 ára | Brasilía Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
Stærstu nöfnin á listanum eru Oliver Giroud, Tammy Abraham, Ross Barkley og Ruben Loftus-Cheek. Listinn var tekinn saman áður en Giroud framlengdi samning sinn en það er ljóst að Tuchel telur sig hafa not fyrir hinn 34 ára gamla franska sóknarmann á næstu leiktíð. Einige Spieler des frisch gebackenen Champions League-Sieger haben unter Thomas Tuchel keine Zukunft mehr! #SkyPL #Chelsea pic.twitter.com/hqKesJEVdD— Sky Sport (@SkySportDE) June 4, 2021 Chelsea hefur verið eitt duglegasta lið heims að kaupa leikmenn og lána þá til annarra liða ár eftir ár. Nú hefur Tuchel ákveðið að leikmennirnir verði ekki lánaðir heldur einfaldlega seldir. Í gær var staðfest að AC Milan hefði ákveðið að nýta sér kaupréttinn á Fikayo Tomori. Milan borgar 28.5 milljónir evra fyrir þennan enska miðvörð sem var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Confirmed. AC Milan have just communicated to Chelsea they re triggering 28.5m clause in order to sign Fikayo Tomori on a permanent deal. The agreement will be completed and announced next week. Contract until June 2026. #CFC #ACMilan https://t.co/8eyqeM0ITd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2021 Tuchel getur því strikað yfir nafn Tomori á listanum en enn eru 13 leikmenn eftir. Það ætti ekki að vera erfitt að finna lið til að fjárfesta í hinum 23 ára gamla Tammy Abraham. Hann hefur leikið með Bristol City, Swansea City og Aston Villa á láni en hann er ekki í plönum Tuchel og því verður hann seldur í sumar. Aðrir enskir leikmenn sem reikna má með að verði ekki í vandræðum með að finna sér lið eru Barkley [27 ára, miðjumaður] , Loftus-Cheek [25 ára, miðjumaður] og Conor Gallagher [20 ára, miðjumaður]. Það virðist sem lið í ensku úrvalsdeildinni séu alltaf til í að setja fúlgur fjár í enska leikmenn og vonast þýski þjálfarinn eflaust eftir nokkrum milljónum í kassann þar. Barkley heillaði hins vegar ekki hjá Aston Villa á síðustu leiktíð og sömu sögu er að segja af Loftus-Cheek hjá Fulham. Gallagher var hins vegar einn af fáum ljósum punktum í fallliði West Bromwich Albion. Hvernig Chelsea mun ganga að losa sig við hina leikmennina á listanum verður að koma í ljós. Leikmennir sem um ræðir eru eftirfarandi: Michy Batshuayi - sóknarmaður, 27 ára | Belgía Victor Moses - vængmaður, 30 ára | Nígería Emerson Palmieri - bakvörður, 26 ára | Brasilía Tiemoue Bakayoko - miðjumaður, 26 ára | Frakkland Davide Zappacosta - bakvörður, 28 ára | Ítalía Danny Drinkwater - miðjumaður, 31 árs | England Billy Gilmour - miðjumaður, 19 ára | Skotland Baba Rahman - bakvörður, 26 ára | Gana Kenedy - vængmaður, 25 ára | Brasilía
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira