Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 1-3 | Nýliðar Keflavíkur skelltu Íslandsmeisturunum

Andri Már Eggertsson skrifar
Fyrsti sigur Keflavíkur á tímabilinu kom á Kópavogsvelli í dag
Fyrsti sigur Keflavíkur á tímabilinu kom á Kópavogsvelli í dag Vísir/Hulda

Nýliðar Keflavíkur skelltu Íslandsmeisturum Blika 1-3 á Kópavogsvelli. Þetta var fyrsti sigur Keflavíkur á tímabilinu. Aerial Chavarin gerði tvö mörk fyrir Keflavíkur og reyndist hetja leiksins.

Leikurinn fór af stað af miklum krafti. Eftir 10 mínútna leik voru kominn tvö stórglæsileg mörk í leikinn og staðan jöfn 1-1.

Keflavík komst yfir með marki frá Aerial Chavarin. Eva Lind Davíðsdóttir sendi boltann út á hægri vænginn þar mætti Aerial og tók á rás Blikastúlkur komu engum vörnum við og endaði með að þegar hún var kominn inn í teiginn fór hún yfir á vinstri löppina og setti boltann í fjær hornið.

Andartaki síðar snéri Taylor bakinu í markið senti boltann út á Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur sem lét vaða fyrir utan teig og hafnaði skot hennar uppi í nær horninu og leikurinn jafn á nýjan leik 1-1.

Keflavík komst aftur yfir þegar tuttugu og fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Boltinn fór í varnarmann Blika og datt dauður í teignum þar sem Ísabel Jasmín Almarsdóttir var fyrst að átta sig á hlutunum og þrumaði knettinum í markið.

Blikar herjuðu duglega á Keflavík undir lok fyrri hálfleiks en nýliðarnir gerðu vel í að verja markið sitt og voru því 2-1 yfir í hálfleik.

Síðari hálfleikur fór rólega af stað. Blikakonur héldu boltanum ágætlega innan sinna raðar, þær reyndu mikið að koma boltanum á báða kanta sem endaði með mikið af fyrirgjöfum en Tiffany markmaður Keflavíkur stóð vaktina vel og greip flest allt.

Líkt og þruma úr heiðskíru lofti bætti Keflavík með forskot sitt. Aníta Lind tók aukaspyrnu á hægri kantinum skot hennar fór beint á Telmu sem náði ekki að grípa boltann og þar mætti Aerial Chavarin sekúndubroti síðar líkt og alvöru framherji sem kom boltanum í markið.

Undir lok leiks herjuðu Blikakonur mikið á mark Keflavíkur en inn fór boltinn ekki og niðurstaðan 1-3 sigur Keflvíkinga.

Af hverju vann Keflavík?

Keflavík lögðu leikinn frábærlega upp. Þær spiluðu með tvær þéttar línur og voru með stóran framherja til að beita skyndisóknum. 

Varnarleikur Keflavíkur var til fyrirmyndar þær héldu skipulaginu vel og sá fyrir nánast öllum marktækifærum Blika.

Keflavík nýtti bæði föstu leikatriðin sín sem og skyndisóknirnar vel sem skilaði þeim þremur góðum mörkum.

Hverjar stóðu upp úr?

Aerial Chavarin var maður leiksins. Blikar áttu í miklum vandræðum með styrkinn í henni. Keflavík nýtti þennan stæðilega framherja mikið í skyndisóknum og föstum leikatriðum sem hún þakkaði með tveimur mörkum.

Tiffany Sornpao markmaður Keflavíkur stóð vaktina vel milli stanganna. Blikar reyndu mikið að senda boltann fyrir markið sem hún oftar en ekki greip. Heilt yfir var hún örugg í einu og öllu.

Hvað gekk illa?

Breiðablik reyndi mikið að fara upp báða kanta og senda boltann fyrir markið. Það upplegg réðu Keflvíkingar auðveldlega við.

Vörn Blika virkaði mjög taktlaus þegar Keflvíkingar komu boltanum upp völlinn og er hægt að setja spurningarmerki við vörnina í fyrsta marki Keflavíkur.

Vilhjálmur þjálfari Blika greip seint í skiptingar sem hefðu mátt koma fyrr því það sáu það allir að sóknarleikur Blika var ekki að ganga upp.

Hvað gerist næst?

Næsti leikur Keflavíkur er á HS Orku vellinum gegn Tindastól þann 19 júní klukkan 16:00.

Það er toppslagur á Jáverk vellinum þann 21 júní. Þar mætast Selfoss og Breiðablik klukkan 19:15.

Keflavík sýndu meiri baráttu og áttu sigurinn skilið

Vilhjálmur var afar svekktur með tapiðVísir/Hulda

Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Blika var afar ósáttur með spilamennskuna í dag.

„Við áttum mjög lélegan leik, ég tek ekkert af Keflavík sem spilaði vel og áttu sigurinn svo sannarlega skilið," sagði Vilhjálmur.

Vilhjálmur var ósáttur með ýmislegt hjá sínu liði og fannst honum vanta mikið upp á baráttu liðsins í dag 

„Mér fannst við vera undir í baráttunni sem er erfitt, við fengum á okkur ódýr mörk síðan gekk sóknarleikurinn ekki vel í dag." 

„Markmaður Keflavíkur gerði vel í að taka fyrirgjafirnar okkar sem hefðu mátt fara lengra út í teiginn, svona er þetta stundum er boltinn stönginn út frekar en inn." 

Vilhjálmur gerði fyrstu breytingu leiksins þegar Keflavík var komið 3-1 yfir aðspurður hvort hann hefði átt að bregðast fyrr við sagði hann að planið væri að treysta byrjunarliðinu fyrir leiknum.

Hildur Þór Hákonardóttir var á bekknum í dag en það var vegna þess hún er að glíma við meiðsli í hné.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira