Keflavík ÍF

Stjarnan hirti Þungavigtarbronsið eftir sigur í vítaspyrnukeppni
Bestu deildar liðin Stjarnan og Keflavík mættust í leiknum um þriðja sætið í Þungavigtarbikarnum í fótbolta í dag.

Jóhann Þór: „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans“
„Ég er fyrst og fremst stoltur af mínu liði, við gáfum þeim bara hörkuleik. Það er svolítið að tala svona, auðvitað er ég svekktur eftir tap. En við vorum ákveðnir að labba stoltir héðan út og ég held að við getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld.

Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum
Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik.

Bjarni: Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í
Bjarni Magnússon þjálfari liðs Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta var ekki yfirgengilega óánægður eftir tuttugu og eins stigs tap, 83-62, fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna fyrr í kvöld. Hann var þó að sjálfsögðu ekki sáttur með ýmislegt í frammistöðu liðsins.

Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 83-62 | Góður sigur Keflavíkur í toppslagnum
Keflavík vann góðan sigur á Haukum í toppslag Subway-deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík heldur því góðri stöðu á toppi deildarinnar.

Leggur skóna á hilluna fyrir 24 ára afmælið sitt
Ingimundur Aron Guðnason mun ekki spila með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Keflavík fær markvörð sem fékk varla á sig mark í Færeyjum
Keflvíkingar hafa fundið markvörð til að fylla í skarðið sem Sindri Kristinn Ólafsson skildi eftir þegar hann gekk í raðir FH í vetur.

Keflavík semur við hina sextán marka Linli Tu
Markahæsti leikmaður Lengjudeildar kvenna í fótbolta spilar í Bestu deildinni í sumar þrátt fyrir að lið hennar hafi ekki komist upp.

Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Stjarnan 115-87 | Keflvíkingar lögðu skapheita Stjörnumenn
Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87.

Arnar: Holan var allt of stór og við áttum ekki breik
Arnar Guðjónsson, þjálfari liðs Stjörnunnar í Subway deild karla í körfubolta, var að vonum ekki sérstaklega brosmildur eftir að lið hans beið stóran ósigur fyrir Keflavík, 115-87, fyrr í kvöld.

KR og Njarðvík spila bæði sinn þúsundasta leik í kvöld
Subway deild karla í körfubolta fer aftur af stað í kvöld eftir hlé vegna bikarúrslitavikunnar og þar ná tvö félög í deildinni sögulegum áfanga.

ÍR vann loks leik | Öruggt hjá toppliðinu
ÍR, botnlið Subway deildar kvenna í körfubolta, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það mætti Fjölni í kvöld. Þá vann topplið Keflavíkur öruggan tuttugu stiga sigur á Breiðabliki.

„Ég hef bara aldrei séð annað eins í körfubolta“
Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum svekktur eftir stórt tap gegn Haukum í úrslitum VÍS-bikars kvenna í dag. Haukar eru bikarmeistarar þriðja árið í röð.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 94-66 | Haukakonur bikarmeistarar með miklum yfirburðum
Haukar eru bikarmeistarar kvenna í körfubolta þriðja árið í röð eftir magnaðan stórsigur gegn Keflavík í Laugardalshöll í dag.

Arnar heldur með Hetti: Ég er utan af landi og held með landsbyggðinni
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega gríðarlega sáttur eftir sigurinn á Keflavík í undanúrslitum VÍS-bikarsins í kvöld. Stjarnan hefur gengið í gegnum nokkuð mikla leikmannaveltu að undanförnu en lét það ekki hafa áhrif á sig.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 89-83 | Stjarnan í bikarúrslit fimmta árið í röð
Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaleik VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 89-83 sigur á Keflavík í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan mætir annað hvort Val eða Hetti í úrslitum.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 73-100 | Keflvíkingar í bikarúrslit
Keflavík vann býsna auðveldan sigur gegn ungu liði Stjörnunnar þegar topplið Subway-deildar kvenna og topplið 1. deildar kvenna áttust við í undanúrslitum VÍS-bikarsins í Laugardalshöll.

Keflavík byrjað að safna liði
Eftir að hafa statt og stöðugt misst leikmenn úr leikmannahópi sínum hefur Keflavík loks sótt liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í fótbolta. Sá heitir Gunnlaugur Fannar Guðmundsson og lék síðast með Kórdrengjum í Lengjudeildinni.

Blikar hófu Þungavigtarbikarinn á stórsigri og FH gerði góða ferð til Keflavíkur
Þungavigtarbikarinn fór af stað um helgina með tveimur leikjum þar sem FH hafði betur gegn Keflavík 2-1 og Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu stórsigur gegn Stjörnunni 5-1.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 75-84 | Keflvíkingar sterkari í síaðri hálfleik
Keflavík vann sterkan níu stiga sigur er liðið heimsótti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 75-84, en eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik reyndust gestirnir sterkari eftir hlé.