Íslenski boltinn

Við fórum illa með landsliðskonur Blika í dag

Andri Már Eggertsson skrifar
Gunnar var í skýjunum með fyrsta sigur Keflavíkur
Gunnar var í skýjunum með fyrsta sigur Keflavíkur Vísir/Vilhelm

Keflavík landaði sínum fyrsta sigri á Íslandsmótinu í ár gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Keflavík spilaði frábæran leik sem endaði með 1-3 útisigri.Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur var í skýjunum með sigurinn. 

„Það er varla hægt að koma því í orð hvernig mér líður eftir leikinn. Þetta var sætur sigur, við höfum verið að leita eftir fyrsta sigrinum sumir hafa kallað okkur vælukjóa en við unnum vel fyrir sigrinum í dag," sagði Gunnar himinnlifandi eftir leik.

Gunnar var mjög ángæður með hvernig hans stelpur fylgdu skipulaginu sem búið var að leggja upp með fyrir leik.

„Við vorum með gott varnarskipulag, við spiluðum með tvær þéttar línur og treystum á skyndisóknir sem við gerðum vel. Landsliðskonur Blika áttu síðan í miklum vandræðum með Aerial framherjan okkar." 

„Vörnin mín var frábær í dag þá sérstaklega Kristrún Ýr Holm sem fór afar illa með landsliðskanntmenn Blika sem skiptu reglulega um kannt en Kristrún tók þær hreinlega í bakaríð." 

Blikakonur komu með margar fyrirgjafir inn í teig Keflavíkur sem Gunnar Magnús var afar sáttur með hvernig hans konur leystu úr því.

Aerial Chavarin framherji Keflavíkur gerði tvö mörk í kvöld og voru varnarmenn Blika í miklum vandræðum með hana.

„Hún er mjög góður leikmaður. Þetta er vaxandi leikmaður sem á bara eftir að vera betri." 

Gunnar var ekki með sögu kvennaliðs Keflavíkur alveg á hreinu en tók undir að þetta var einn  allra merkilegasti sigur kvennalið Keflavíkur gegnum tíðina.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.