Eftirlifendur minnast fjöldamorðsins í Tulsa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2021 17:43 Hughes Van Ellis Sr., Lessie Benningfield Randle og Viola Fletcher leiða skrúðgöngu til minningar um fjöldamorðið í Tulsa. AP Photo/Sue Ogrocki Hundrað ár eru liðin frá fjöldamorðinu í Tulsa. Eftirlifendur minntust blóðbaðsins við minningarathöfn í borginni í dag. Minnst þrjú hundruð þeldökkir Bandaríkjamenn létu lífið þennan dag. Lessie Benningfield Randle var aðeins sex ára gömul þegar hún varð vitni að morðunum. Hún segist enn muna eftir að hafa séð brennandi hús og stöflum af líkum. „Ég var bara lítið barn en ég man eftir því að hlaupa undan vopnuðum mönnunum þegar þeir brutust inn á heimili mitt,“ sagði Randle í samtali við fréttastofu Reuters. Blóðbaðið stóð yfir í tvo daga. Hvítir íbúar bæjarins beindu spjótum sínum að þeldökkum íbúum bæjarins, sem margir hverjir voru mjög vel stæðir. Greenwood hverfið, þar sem íbúar voru lang flestir svartir, var betur þekkt sem „svarta Wall Street,“ þar sem íbúarnir voru mjög vel efnahagslega stæðir. Átökin hófust í kjölfar þess að svartur maður var ásakaður um að hafa misnotað hvíta konu. Hvítir íbúar bæjarins réðust þá inn í Greenwood, skutu svarta á færi, rústuðu heimilum þeirra og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru. Meira en þúsund byggingar eyðilögðust í árásinni. Meðlimir Black Panther flokksins tóku þátt í skrúðgöngunni til minningar um blóðbaðið.Brandon Bell/Getty Images Talið er að þrjú hundruð hafi verið myrtir þennan dag, þúsundir misstu heimili sín og samfélag, sem margir töldu merki þess hvað svartir Bandaríkjamenn gætu gert, var skilið eftir í rústum. „Þetta var Mekka. Tulsa var það sem Atlanta er í dag,“ sagði Duke Durant, þrjátíu ára uppistandari, leikari og íbúi í Tulsa, á minningarathöfninni í dag. Minningarhátíðin hófst á föstudag með skrúðgöngu sem Randle og tveir aðrir eftirlifendur, þau Viola Fletcher og Hughes Van Ellis, leiddu. 450 börn úr George Washington Carver skólanum gengu á eftir vagninum sem Randle, Fletcher og Ellis sátu í áður en fleiri bættust í hópinn. Hátíðinni lýkur á morgun þegar Greenwood Rising safnið verður formlega opnað og ráðgert er að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, verði viðstaddur opnuninni. Safnið er tileinkað sögu hverfisins en lengi vel hefur sögu þess verið sópað undir teppið. Í áratugi hefur saga hverfisins ekki verið sögð og samkvæmt skýrslu sem unnin var árið 2001 var saga þess ekki kennd í barnaskólum, svo að lang flestir voru búnir að gleyma blóðbaðinu 1921. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Lessie Benningfield Randle var aðeins sex ára gömul þegar hún varð vitni að morðunum. Hún segist enn muna eftir að hafa séð brennandi hús og stöflum af líkum. „Ég var bara lítið barn en ég man eftir því að hlaupa undan vopnuðum mönnunum þegar þeir brutust inn á heimili mitt,“ sagði Randle í samtali við fréttastofu Reuters. Blóðbaðið stóð yfir í tvo daga. Hvítir íbúar bæjarins beindu spjótum sínum að þeldökkum íbúum bæjarins, sem margir hverjir voru mjög vel stæðir. Greenwood hverfið, þar sem íbúar voru lang flestir svartir, var betur þekkt sem „svarta Wall Street,“ þar sem íbúarnir voru mjög vel efnahagslega stæðir. Átökin hófust í kjölfar þess að svartur maður var ásakaður um að hafa misnotað hvíta konu. Hvítir íbúar bæjarins réðust þá inn í Greenwood, skutu svarta á færi, rústuðu heimilum þeirra og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru. Meira en þúsund byggingar eyðilögðust í árásinni. Meðlimir Black Panther flokksins tóku þátt í skrúðgöngunni til minningar um blóðbaðið.Brandon Bell/Getty Images Talið er að þrjú hundruð hafi verið myrtir þennan dag, þúsundir misstu heimili sín og samfélag, sem margir töldu merki þess hvað svartir Bandaríkjamenn gætu gert, var skilið eftir í rústum. „Þetta var Mekka. Tulsa var það sem Atlanta er í dag,“ sagði Duke Durant, þrjátíu ára uppistandari, leikari og íbúi í Tulsa, á minningarathöfninni í dag. Minningarhátíðin hófst á föstudag með skrúðgöngu sem Randle og tveir aðrir eftirlifendur, þau Viola Fletcher og Hughes Van Ellis, leiddu. 450 börn úr George Washington Carver skólanum gengu á eftir vagninum sem Randle, Fletcher og Ellis sátu í áður en fleiri bættust í hópinn. Hátíðinni lýkur á morgun þegar Greenwood Rising safnið verður formlega opnað og ráðgert er að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, verði viðstaddur opnuninni. Safnið er tileinkað sögu hverfisins en lengi vel hefur sögu þess verið sópað undir teppið. Í áratugi hefur saga hverfisins ekki verið sögð og samkvæmt skýrslu sem unnin var árið 2001 var saga þess ekki kennd í barnaskólum, svo að lang flestir voru búnir að gleyma blóðbaðinu 1921.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira