Eftirlifendur minnast fjöldamorðsins í Tulsa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2021 17:43 Hughes Van Ellis Sr., Lessie Benningfield Randle og Viola Fletcher leiða skrúðgöngu til minningar um fjöldamorðið í Tulsa. AP Photo/Sue Ogrocki Hundrað ár eru liðin frá fjöldamorðinu í Tulsa. Eftirlifendur minntust blóðbaðsins við minningarathöfn í borginni í dag. Minnst þrjú hundruð þeldökkir Bandaríkjamenn létu lífið þennan dag. Lessie Benningfield Randle var aðeins sex ára gömul þegar hún varð vitni að morðunum. Hún segist enn muna eftir að hafa séð brennandi hús og stöflum af líkum. „Ég var bara lítið barn en ég man eftir því að hlaupa undan vopnuðum mönnunum þegar þeir brutust inn á heimili mitt,“ sagði Randle í samtali við fréttastofu Reuters. Blóðbaðið stóð yfir í tvo daga. Hvítir íbúar bæjarins beindu spjótum sínum að þeldökkum íbúum bæjarins, sem margir hverjir voru mjög vel stæðir. Greenwood hverfið, þar sem íbúar voru lang flestir svartir, var betur þekkt sem „svarta Wall Street,“ þar sem íbúarnir voru mjög vel efnahagslega stæðir. Átökin hófust í kjölfar þess að svartur maður var ásakaður um að hafa misnotað hvíta konu. Hvítir íbúar bæjarins réðust þá inn í Greenwood, skutu svarta á færi, rústuðu heimilum þeirra og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru. Meira en þúsund byggingar eyðilögðust í árásinni. Meðlimir Black Panther flokksins tóku þátt í skrúðgöngunni til minningar um blóðbaðið.Brandon Bell/Getty Images Talið er að þrjú hundruð hafi verið myrtir þennan dag, þúsundir misstu heimili sín og samfélag, sem margir töldu merki þess hvað svartir Bandaríkjamenn gætu gert, var skilið eftir í rústum. „Þetta var Mekka. Tulsa var það sem Atlanta er í dag,“ sagði Duke Durant, þrjátíu ára uppistandari, leikari og íbúi í Tulsa, á minningarathöfninni í dag. Minningarhátíðin hófst á föstudag með skrúðgöngu sem Randle og tveir aðrir eftirlifendur, þau Viola Fletcher og Hughes Van Ellis, leiddu. 450 börn úr George Washington Carver skólanum gengu á eftir vagninum sem Randle, Fletcher og Ellis sátu í áður en fleiri bættust í hópinn. Hátíðinni lýkur á morgun þegar Greenwood Rising safnið verður formlega opnað og ráðgert er að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, verði viðstaddur opnuninni. Safnið er tileinkað sögu hverfisins en lengi vel hefur sögu þess verið sópað undir teppið. Í áratugi hefur saga hverfisins ekki verið sögð og samkvæmt skýrslu sem unnin var árið 2001 var saga þess ekki kennd í barnaskólum, svo að lang flestir voru búnir að gleyma blóðbaðinu 1921. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Innlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Lessie Benningfield Randle var aðeins sex ára gömul þegar hún varð vitni að morðunum. Hún segist enn muna eftir að hafa séð brennandi hús og stöflum af líkum. „Ég var bara lítið barn en ég man eftir því að hlaupa undan vopnuðum mönnunum þegar þeir brutust inn á heimili mitt,“ sagði Randle í samtali við fréttastofu Reuters. Blóðbaðið stóð yfir í tvo daga. Hvítir íbúar bæjarins beindu spjótum sínum að þeldökkum íbúum bæjarins, sem margir hverjir voru mjög vel stæðir. Greenwood hverfið, þar sem íbúar voru lang flestir svartir, var betur þekkt sem „svarta Wall Street,“ þar sem íbúarnir voru mjög vel efnahagslega stæðir. Átökin hófust í kjölfar þess að svartur maður var ásakaður um að hafa misnotað hvíta konu. Hvítir íbúar bæjarins réðust þá inn í Greenwood, skutu svarta á færi, rústuðu heimilum þeirra og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru. Meira en þúsund byggingar eyðilögðust í árásinni. Meðlimir Black Panther flokksins tóku þátt í skrúðgöngunni til minningar um blóðbaðið.Brandon Bell/Getty Images Talið er að þrjú hundruð hafi verið myrtir þennan dag, þúsundir misstu heimili sín og samfélag, sem margir töldu merki þess hvað svartir Bandaríkjamenn gætu gert, var skilið eftir í rústum. „Þetta var Mekka. Tulsa var það sem Atlanta er í dag,“ sagði Duke Durant, þrjátíu ára uppistandari, leikari og íbúi í Tulsa, á minningarathöfninni í dag. Minningarhátíðin hófst á föstudag með skrúðgöngu sem Randle og tveir aðrir eftirlifendur, þau Viola Fletcher og Hughes Van Ellis, leiddu. 450 börn úr George Washington Carver skólanum gengu á eftir vagninum sem Randle, Fletcher og Ellis sátu í áður en fleiri bættust í hópinn. Hátíðinni lýkur á morgun þegar Greenwood Rising safnið verður formlega opnað og ráðgert er að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, verði viðstaddur opnuninni. Safnið er tileinkað sögu hverfisins en lengi vel hefur sögu þess verið sópað undir teppið. Í áratugi hefur saga hverfisins ekki verið sögð og samkvæmt skýrslu sem unnin var árið 2001 var saga þess ekki kennd í barnaskólum, svo að lang flestir voru búnir að gleyma blóðbaðinu 1921.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Innlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira