Eftirlifendur minnast fjöldamorðsins í Tulsa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2021 17:43 Hughes Van Ellis Sr., Lessie Benningfield Randle og Viola Fletcher leiða skrúðgöngu til minningar um fjöldamorðið í Tulsa. AP Photo/Sue Ogrocki Hundrað ár eru liðin frá fjöldamorðinu í Tulsa. Eftirlifendur minntust blóðbaðsins við minningarathöfn í borginni í dag. Minnst þrjú hundruð þeldökkir Bandaríkjamenn létu lífið þennan dag. Lessie Benningfield Randle var aðeins sex ára gömul þegar hún varð vitni að morðunum. Hún segist enn muna eftir að hafa séð brennandi hús og stöflum af líkum. „Ég var bara lítið barn en ég man eftir því að hlaupa undan vopnuðum mönnunum þegar þeir brutust inn á heimili mitt,“ sagði Randle í samtali við fréttastofu Reuters. Blóðbaðið stóð yfir í tvo daga. Hvítir íbúar bæjarins beindu spjótum sínum að þeldökkum íbúum bæjarins, sem margir hverjir voru mjög vel stæðir. Greenwood hverfið, þar sem íbúar voru lang flestir svartir, var betur þekkt sem „svarta Wall Street,“ þar sem íbúarnir voru mjög vel efnahagslega stæðir. Átökin hófust í kjölfar þess að svartur maður var ásakaður um að hafa misnotað hvíta konu. Hvítir íbúar bæjarins réðust þá inn í Greenwood, skutu svarta á færi, rústuðu heimilum þeirra og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru. Meira en þúsund byggingar eyðilögðust í árásinni. Meðlimir Black Panther flokksins tóku þátt í skrúðgöngunni til minningar um blóðbaðið.Brandon Bell/Getty Images Talið er að þrjú hundruð hafi verið myrtir þennan dag, þúsundir misstu heimili sín og samfélag, sem margir töldu merki þess hvað svartir Bandaríkjamenn gætu gert, var skilið eftir í rústum. „Þetta var Mekka. Tulsa var það sem Atlanta er í dag,“ sagði Duke Durant, þrjátíu ára uppistandari, leikari og íbúi í Tulsa, á minningarathöfninni í dag. Minningarhátíðin hófst á föstudag með skrúðgöngu sem Randle og tveir aðrir eftirlifendur, þau Viola Fletcher og Hughes Van Ellis, leiddu. 450 börn úr George Washington Carver skólanum gengu á eftir vagninum sem Randle, Fletcher og Ellis sátu í áður en fleiri bættust í hópinn. Hátíðinni lýkur á morgun þegar Greenwood Rising safnið verður formlega opnað og ráðgert er að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, verði viðstaddur opnuninni. Safnið er tileinkað sögu hverfisins en lengi vel hefur sögu þess verið sópað undir teppið. Í áratugi hefur saga hverfisins ekki verið sögð og samkvæmt skýrslu sem unnin var árið 2001 var saga þess ekki kennd í barnaskólum, svo að lang flestir voru búnir að gleyma blóðbaðinu 1921. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Lessie Benningfield Randle var aðeins sex ára gömul þegar hún varð vitni að morðunum. Hún segist enn muna eftir að hafa séð brennandi hús og stöflum af líkum. „Ég var bara lítið barn en ég man eftir því að hlaupa undan vopnuðum mönnunum þegar þeir brutust inn á heimili mitt,“ sagði Randle í samtali við fréttastofu Reuters. Blóðbaðið stóð yfir í tvo daga. Hvítir íbúar bæjarins beindu spjótum sínum að þeldökkum íbúum bæjarins, sem margir hverjir voru mjög vel stæðir. Greenwood hverfið, þar sem íbúar voru lang flestir svartir, var betur þekkt sem „svarta Wall Street,“ þar sem íbúarnir voru mjög vel efnahagslega stæðir. Átökin hófust í kjölfar þess að svartur maður var ásakaður um að hafa misnotað hvíta konu. Hvítir íbúar bæjarins réðust þá inn í Greenwood, skutu svarta á færi, rústuðu heimilum þeirra og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru. Meira en þúsund byggingar eyðilögðust í árásinni. Meðlimir Black Panther flokksins tóku þátt í skrúðgöngunni til minningar um blóðbaðið.Brandon Bell/Getty Images Talið er að þrjú hundruð hafi verið myrtir þennan dag, þúsundir misstu heimili sín og samfélag, sem margir töldu merki þess hvað svartir Bandaríkjamenn gætu gert, var skilið eftir í rústum. „Þetta var Mekka. Tulsa var það sem Atlanta er í dag,“ sagði Duke Durant, þrjátíu ára uppistandari, leikari og íbúi í Tulsa, á minningarathöfninni í dag. Minningarhátíðin hófst á föstudag með skrúðgöngu sem Randle og tveir aðrir eftirlifendur, þau Viola Fletcher og Hughes Van Ellis, leiddu. 450 börn úr George Washington Carver skólanum gengu á eftir vagninum sem Randle, Fletcher og Ellis sátu í áður en fleiri bættust í hópinn. Hátíðinni lýkur á morgun þegar Greenwood Rising safnið verður formlega opnað og ráðgert er að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, verði viðstaddur opnuninni. Safnið er tileinkað sögu hverfisins en lengi vel hefur sögu þess verið sópað undir teppið. Í áratugi hefur saga hverfisins ekki verið sögð og samkvæmt skýrslu sem unnin var árið 2001 var saga þess ekki kennd í barnaskólum, svo að lang flestir voru búnir að gleyma blóðbaðinu 1921.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira