„Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Sylvía Hall skrifar 30. maí 2021 17:06 Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins. RÚV Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. Vísaði Rakel þar til umræðu síðustu daga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans og Stundarinnar um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Þar var gögnum úr síma starfsmanns lekið til miðlanna sem sýndu svart á hvítu að starfsmenn og ráðgjafar fyrirtækisins höfðu rætt sín á milli um ýmsar aðgerðir til þess að koma sjónarmiðum Samherja á framfæri og jafnvel reynt að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kjölfarið í viðtali við Harmageddon að blaðamenn væru „sjálfhverfir og ótrúlega miklir aumingjar“ sem færu á taugum því umræðan sneri að þeim. „Það er náttúrulega bara kjánalegt að setja það í það samhengi, því hvort sem það eru þessar nýjustu vendingar eða fréttaflutningur Kjarnans af þessum samskiptum – sem er ekki einu sinni upphafið – að þá hefur þetta verið allt mjög óvenjulegt frá fyrstu tíð, samskiptin og frá því að við vorum að vinna þennan stóra Kveiksþátt í nóvember 2019. Þau voru strax mjög óvenjuleg og það var ástæða fyrir því að við birtum þau samskipti, þetta voru aðeins öðruvísi viðbrögð,“ segir Rakel um samskipti Ríkisútvarpsins við Samherja. Myndbandaherferð Samherja einsdæmi Hún segir skiljanlegt að fólk sé ekki ávallt reiðubúið að mæta í viðtöl, þá sérstaklega þegar umfjöllunarefnið er viðkvæmt eða erfitt. Stundum eigi menn erfitt með að skýra mál sitt og kjósi heldur að mæta ekki í viðtöl. Það sé ekkert nýtt. „Steininn tók úr þarna í ágúst í fyrra þegar Samherji fór í þessa myndbandaframleiðslu. Þá var beinlínis brotið blað í fjölmiðlasögu en líka í íslenskri sögu vil ég meina, því þarna var fyrirtæki farið að nýta aðferðir sem þekkjast ekki,“ segir Rakel og bætir við að slíkar aðferðir þekkist ekki heldur annars staðar. „Ég var á fundi með norrænum fréttastjórum á föstudag og var að fara yfir málið með þeim. Þetta eru fréttastjórar ríkismiðlanna og menn eru ýmsu vanir en það skildi enginn þetta. Enginn átti sambærilegt dæmi.“ „Við erum bara að vinna vinnuna okkar“ Hún segir einsdæmi að fjölmiðlamaður hafi þurft að þola árásir líkt og Helgi Seljan. Hún hafi gengið á kollega sína á fyrrnefndum fundi en þar hafi enginn getað komið með sambærileg dæmi. „Ég spurði sérstaklega: Þekkið þið einhver dæmi þess að persónulegar árásir eins og þær sem til dæmis Helgi Seljan hefur mátt þola, eru einhver dæmi einhvers staðar um það? Bara hvergi. Mér finnst það nú eiginlega svolítið lýsa þessu best. Þetta er algjörlega einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt.“ Aðspurð hvort það sé ekki skiljanlegt að slík viðbrögð fylgi því að menn séu sakaðir um mútugreiðslur, peningaþvætti og skattsvik segir Rakel ekkert nýtt að fyrirtæki séu sökuð um misjafna háttsemi. „Menn verða þá líka að skilja að okkar eina hlutverk er að draga fram sannleikann. Ef fjölmiðill kemst yfir gögn eins og Al Jazeera, RÚV og Stundin komust yfir þarna 2019 – eigum við að sitja á þeim? Varla eru menn að tala um það. Það er beinlínis okkar hlutverk að fjalla um og veita upplýsingar og aðhald. Við erum bara að vinna vinnuna okkar.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sprengisandur Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22. maí 2021 18:13 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Vísaði Rakel þar til umræðu síðustu daga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans og Stundarinnar um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Þar var gögnum úr síma starfsmanns lekið til miðlanna sem sýndu svart á hvítu að starfsmenn og ráðgjafar fyrirtækisins höfðu rætt sín á milli um ýmsar aðgerðir til þess að koma sjónarmiðum Samherja á framfæri og jafnvel reynt að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kjölfarið í viðtali við Harmageddon að blaðamenn væru „sjálfhverfir og ótrúlega miklir aumingjar“ sem færu á taugum því umræðan sneri að þeim. „Það er náttúrulega bara kjánalegt að setja það í það samhengi, því hvort sem það eru þessar nýjustu vendingar eða fréttaflutningur Kjarnans af þessum samskiptum – sem er ekki einu sinni upphafið – að þá hefur þetta verið allt mjög óvenjulegt frá fyrstu tíð, samskiptin og frá því að við vorum að vinna þennan stóra Kveiksþátt í nóvember 2019. Þau voru strax mjög óvenjuleg og það var ástæða fyrir því að við birtum þau samskipti, þetta voru aðeins öðruvísi viðbrögð,“ segir Rakel um samskipti Ríkisútvarpsins við Samherja. Myndbandaherferð Samherja einsdæmi Hún segir skiljanlegt að fólk sé ekki ávallt reiðubúið að mæta í viðtöl, þá sérstaklega þegar umfjöllunarefnið er viðkvæmt eða erfitt. Stundum eigi menn erfitt með að skýra mál sitt og kjósi heldur að mæta ekki í viðtöl. Það sé ekkert nýtt. „Steininn tók úr þarna í ágúst í fyrra þegar Samherji fór í þessa myndbandaframleiðslu. Þá var beinlínis brotið blað í fjölmiðlasögu en líka í íslenskri sögu vil ég meina, því þarna var fyrirtæki farið að nýta aðferðir sem þekkjast ekki,“ segir Rakel og bætir við að slíkar aðferðir þekkist ekki heldur annars staðar. „Ég var á fundi með norrænum fréttastjórum á föstudag og var að fara yfir málið með þeim. Þetta eru fréttastjórar ríkismiðlanna og menn eru ýmsu vanir en það skildi enginn þetta. Enginn átti sambærilegt dæmi.“ „Við erum bara að vinna vinnuna okkar“ Hún segir einsdæmi að fjölmiðlamaður hafi þurft að þola árásir líkt og Helgi Seljan. Hún hafi gengið á kollega sína á fyrrnefndum fundi en þar hafi enginn getað komið með sambærileg dæmi. „Ég spurði sérstaklega: Þekkið þið einhver dæmi þess að persónulegar árásir eins og þær sem til dæmis Helgi Seljan hefur mátt þola, eru einhver dæmi einhvers staðar um það? Bara hvergi. Mér finnst það nú eiginlega svolítið lýsa þessu best. Þetta er algjörlega einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt.“ Aðspurð hvort það sé ekki skiljanlegt að slík viðbrögð fylgi því að menn séu sakaðir um mútugreiðslur, peningaþvætti og skattsvik segir Rakel ekkert nýtt að fyrirtæki séu sökuð um misjafna háttsemi. „Menn verða þá líka að skilja að okkar eina hlutverk er að draga fram sannleikann. Ef fjölmiðill kemst yfir gögn eins og Al Jazeera, RÚV og Stundin komust yfir þarna 2019 – eigum við að sitja á þeim? Varla eru menn að tala um það. Það er beinlínis okkar hlutverk að fjalla um og veita upplýsingar og aðhald. Við erum bara að vinna vinnuna okkar.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sprengisandur Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22. maí 2021 18:13 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22. maí 2021 18:13
Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent