„Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Sylvía Hall skrifar 30. maí 2021 17:06 Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins. RÚV Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. Vísaði Rakel þar til umræðu síðustu daga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans og Stundarinnar um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Þar var gögnum úr síma starfsmanns lekið til miðlanna sem sýndu svart á hvítu að starfsmenn og ráðgjafar fyrirtækisins höfðu rætt sín á milli um ýmsar aðgerðir til þess að koma sjónarmiðum Samherja á framfæri og jafnvel reynt að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kjölfarið í viðtali við Harmageddon að blaðamenn væru „sjálfhverfir og ótrúlega miklir aumingjar“ sem færu á taugum því umræðan sneri að þeim. „Það er náttúrulega bara kjánalegt að setja það í það samhengi, því hvort sem það eru þessar nýjustu vendingar eða fréttaflutningur Kjarnans af þessum samskiptum – sem er ekki einu sinni upphafið – að þá hefur þetta verið allt mjög óvenjulegt frá fyrstu tíð, samskiptin og frá því að við vorum að vinna þennan stóra Kveiksþátt í nóvember 2019. Þau voru strax mjög óvenjuleg og það var ástæða fyrir því að við birtum þau samskipti, þetta voru aðeins öðruvísi viðbrögð,“ segir Rakel um samskipti Ríkisútvarpsins við Samherja. Myndbandaherferð Samherja einsdæmi Hún segir skiljanlegt að fólk sé ekki ávallt reiðubúið að mæta í viðtöl, þá sérstaklega þegar umfjöllunarefnið er viðkvæmt eða erfitt. Stundum eigi menn erfitt með að skýra mál sitt og kjósi heldur að mæta ekki í viðtöl. Það sé ekkert nýtt. „Steininn tók úr þarna í ágúst í fyrra þegar Samherji fór í þessa myndbandaframleiðslu. Þá var beinlínis brotið blað í fjölmiðlasögu en líka í íslenskri sögu vil ég meina, því þarna var fyrirtæki farið að nýta aðferðir sem þekkjast ekki,“ segir Rakel og bætir við að slíkar aðferðir þekkist ekki heldur annars staðar. „Ég var á fundi með norrænum fréttastjórum á föstudag og var að fara yfir málið með þeim. Þetta eru fréttastjórar ríkismiðlanna og menn eru ýmsu vanir en það skildi enginn þetta. Enginn átti sambærilegt dæmi.“ „Við erum bara að vinna vinnuna okkar“ Hún segir einsdæmi að fjölmiðlamaður hafi þurft að þola árásir líkt og Helgi Seljan. Hún hafi gengið á kollega sína á fyrrnefndum fundi en þar hafi enginn getað komið með sambærileg dæmi. „Ég spurði sérstaklega: Þekkið þið einhver dæmi þess að persónulegar árásir eins og þær sem til dæmis Helgi Seljan hefur mátt þola, eru einhver dæmi einhvers staðar um það? Bara hvergi. Mér finnst það nú eiginlega svolítið lýsa þessu best. Þetta er algjörlega einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt.“ Aðspurð hvort það sé ekki skiljanlegt að slík viðbrögð fylgi því að menn séu sakaðir um mútugreiðslur, peningaþvætti og skattsvik segir Rakel ekkert nýtt að fyrirtæki séu sökuð um misjafna háttsemi. „Menn verða þá líka að skilja að okkar eina hlutverk er að draga fram sannleikann. Ef fjölmiðill kemst yfir gögn eins og Al Jazeera, RÚV og Stundin komust yfir þarna 2019 – eigum við að sitja á þeim? Varla eru menn að tala um það. Það er beinlínis okkar hlutverk að fjalla um og veita upplýsingar og aðhald. Við erum bara að vinna vinnuna okkar.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sprengisandur Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22. maí 2021 18:13 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Vísaði Rakel þar til umræðu síðustu daga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans og Stundarinnar um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Þar var gögnum úr síma starfsmanns lekið til miðlanna sem sýndu svart á hvítu að starfsmenn og ráðgjafar fyrirtækisins höfðu rætt sín á milli um ýmsar aðgerðir til þess að koma sjónarmiðum Samherja á framfæri og jafnvel reynt að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kjölfarið í viðtali við Harmageddon að blaðamenn væru „sjálfhverfir og ótrúlega miklir aumingjar“ sem færu á taugum því umræðan sneri að þeim. „Það er náttúrulega bara kjánalegt að setja það í það samhengi, því hvort sem það eru þessar nýjustu vendingar eða fréttaflutningur Kjarnans af þessum samskiptum – sem er ekki einu sinni upphafið – að þá hefur þetta verið allt mjög óvenjulegt frá fyrstu tíð, samskiptin og frá því að við vorum að vinna þennan stóra Kveiksþátt í nóvember 2019. Þau voru strax mjög óvenjuleg og það var ástæða fyrir því að við birtum þau samskipti, þetta voru aðeins öðruvísi viðbrögð,“ segir Rakel um samskipti Ríkisútvarpsins við Samherja. Myndbandaherferð Samherja einsdæmi Hún segir skiljanlegt að fólk sé ekki ávallt reiðubúið að mæta í viðtöl, þá sérstaklega þegar umfjöllunarefnið er viðkvæmt eða erfitt. Stundum eigi menn erfitt með að skýra mál sitt og kjósi heldur að mæta ekki í viðtöl. Það sé ekkert nýtt. „Steininn tók úr þarna í ágúst í fyrra þegar Samherji fór í þessa myndbandaframleiðslu. Þá var beinlínis brotið blað í fjölmiðlasögu en líka í íslenskri sögu vil ég meina, því þarna var fyrirtæki farið að nýta aðferðir sem þekkjast ekki,“ segir Rakel og bætir við að slíkar aðferðir þekkist ekki heldur annars staðar. „Ég var á fundi með norrænum fréttastjórum á föstudag og var að fara yfir málið með þeim. Þetta eru fréttastjórar ríkismiðlanna og menn eru ýmsu vanir en það skildi enginn þetta. Enginn átti sambærilegt dæmi.“ „Við erum bara að vinna vinnuna okkar“ Hún segir einsdæmi að fjölmiðlamaður hafi þurft að þola árásir líkt og Helgi Seljan. Hún hafi gengið á kollega sína á fyrrnefndum fundi en þar hafi enginn getað komið með sambærileg dæmi. „Ég spurði sérstaklega: Þekkið þið einhver dæmi þess að persónulegar árásir eins og þær sem til dæmis Helgi Seljan hefur mátt þola, eru einhver dæmi einhvers staðar um það? Bara hvergi. Mér finnst það nú eiginlega svolítið lýsa þessu best. Þetta er algjörlega einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt.“ Aðspurð hvort það sé ekki skiljanlegt að slík viðbrögð fylgi því að menn séu sakaðir um mútugreiðslur, peningaþvætti og skattsvik segir Rakel ekkert nýtt að fyrirtæki séu sökuð um misjafna háttsemi. „Menn verða þá líka að skilja að okkar eina hlutverk er að draga fram sannleikann. Ef fjölmiðill kemst yfir gögn eins og Al Jazeera, RÚV og Stundin komust yfir þarna 2019 – eigum við að sitja á þeim? Varla eru menn að tala um það. Það er beinlínis okkar hlutverk að fjalla um og veita upplýsingar og aðhald. Við erum bara að vinna vinnuna okkar.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sprengisandur Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22. maí 2021 18:13 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
„Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22. maí 2021 18:13
Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00