„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 13:28 Samherji reyndi að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði kjörin formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. Þetta kemur fram í skjölum sem Kjarninn hefur undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að Skæruliðadeildin svokallaða hafi talið að með framboði Sigríðar væri Ríkisútvarpið að gera tilraun til þess að ná stjórn á félaginu. Skæruliðadeildina skipa meðal annars Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, Þorbjörn Þórðarson, almannatengslaráðgjafi og fyrrverandi fréttamaður, Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, og Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður. Hvöttu til smölunar innan einkarekinna fjölmiðla Í kjölfar þess að Hjálmar Jónsson, fyrrverandi formaður félagsins, tilkynnti að hann hygðist ekki halda störfum sínum áfram braust út formannsslagur milli þeirra Sigríðar Daggar, fréttamanns á RÚV, og Heimis Más Péturssonar, fréttamanns á Stöð 2. Mögulegur sigur Sigríðar í þessu kapphlaupi virðist hafa skotið Samherjamönnum skelk í bringu og hvatti Þorbjörn til þess að haft yrði samband við starfsfólk einkarekinna fjölmiðla til þess að hvetja það til að kjósa Heimi. „PR Namibia“ Í gögnunum er meðal annars að finna skilaboð sem hópurinn sendi sín á milli á spjallþræði, sem fékk nafnið „PR Namibia“. Þar má sjá skilaboð frá Þorbirni þar sem hann segir „hallarbyltingu í bígerð í Blaðamannafélagi Íslands,“ og heldur hann því fram að fréttamenn RÚV hafi flykkst að til að skrá sig í félagið til þess að kjósa Sigríði. Þorbjörn Þórðarson, Arna Bryndís McClure og Páll Steingrímsson. Að sögn Þorbjarnar ynnu menn ekki kosningar nema með því að taka upp símann og „smala“. Þá þyrfti ef til vill að smala nýjum félagsmönnum í Blaðamannafélagið. „Það þarf kannski að taka nokkur símtöl í Hádegismóa á morgun og upp á Torg,“ skrifaði Þorbjörn. Til húsa í Hádegismóum eru fjölmiðlar í eigu Árvakurs, Morgunblaðið og mbl.is, og Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins, DV.is og Hringbrautar og annarra tengdra miðla. „Það þarf samt að fara mjög fínt í þetta því við viljum heldur ekki að það spyrjist út að Samherji eða ráðgjafar Samherja séu uggandi yfir stöðunni og séu að hjálpa til í smölun gegn fulltrúa RÚV.[...]Best væri ef ritstjórar einkareknu miðlanna tækju af skarið og ræddu við sitt fólk.[...]Þess vegna þarf að fara yfir þetta með þeim,“ skrifar einn í spjalli hópsins. „Fráleit hugmynd“ að reyna að hafa áhrif á formannskjör BÍ „Þetta er alvarleg og ólíðandi aðför að kjöri formanns í fag- og stéttafélagi og sýnir mikilvægi þess að umræðan um stöðu fjölmiðla og fjárhagslegan grundvöll fjölmiðla verði tekin. Þetta er dæmi um það hvernig hagsmunafélög eru að beita sér til að stýra umræðunni í samfélaginu,“ segir Sigríður Dögg í samtali við fréttastofu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, nýkjörinn formaður BÍ. Vísir/Vilhelm „Eins og við höfum séð með hvernig fréttaflutningurinn hefur verið undanfarna daga er það birtingarmynd þess sem stéttin öll hefur verið að benda á alveg síðan þessi herferð þeirra gegn Helga Seljan, Aðalsteini, RÚV og fleirum hófst. Hversu mikilvægt það er að stéttin standi saman og samfélagið allt.“ Hún segir nauðsynlegt að tryggt sé að hér geti starfað öflugir og frjálsir fjölmiðlar sem geti veitt stórfyrirtækjum og stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. „Það er fráleit hugmynd að ætla að hafa áhrif á kosningu í Blaðamannafélagi Íslands með þessum hætti. Ég tel engar líkur á því að nokkur blaðamaður myndi láta undan svona þrýstingi, verandi svona mikið prinsipp-fólk sem við erum öll, sama á hvaða miðli það er.“ Skipulögðu greinaskrif til að koma höggi á blaðamenn Greint var frá því í gær að Skæruliðadeildin og stjórnendur Samherja hafi skipulagt greinaskrif til að stjórna umræðunni um hið svokallaða Samherjamál og koma höggi á til dæmis blaðamenn og listamenn, þeirra á meðal Helga Seljan. Í umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um málið í gær kemur fram að pistlar, sem sendir voru inn undir nafni Páls Steingrímssonar, hafi að stórum hluta verið samdir af Þorbirni Þórðarsyni. Ekki hefur náðst tal af forsvarsmönnum Samherja. Í bréfi sem lögmaður Samherja sendi Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans, í gær og fréttastofa hefur undir höndum segir að gögnunum sem umfjöllun Kjarnans sé byggð á hafi verið stolið. Gögnin hafi komið úr síma og tölvu Páls Steingrímssonar, starfsmanns Samherja. „Fyrir liggur að umrædd gögn fengust með innbroti í síma og tölvu nefnds Páls Steingrímssonar. Með innbrotinu er rofin friðhelgi einkalífs hans […]. Páll kærði innbrotið og meðferð gagnanna til lögreglu fyrir fáeinum dögum. Málið bíður lögreglurannsóknar,“ segir í bréfinu. Þá kemur fram að hvorki Samherji né forsvarsmenn félagsins muni fjalla um inntak gagna sem aflað hefur verið með refsiverðum hætti. Með því væri berið að ljá umfjöllun vægi sem hún ekki eigi skilið. Fyrirspurnum fjölmiðla um málið verði því ekki svarað. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr bréfi lögmanns Samherja til ritstjóra Kjarnans. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í skjölum sem Kjarninn hefur undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að Skæruliðadeildin svokallaða hafi talið að með framboði Sigríðar væri Ríkisútvarpið að gera tilraun til þess að ná stjórn á félaginu. Skæruliðadeildina skipa meðal annars Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, Þorbjörn Þórðarson, almannatengslaráðgjafi og fyrrverandi fréttamaður, Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, og Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður. Hvöttu til smölunar innan einkarekinna fjölmiðla Í kjölfar þess að Hjálmar Jónsson, fyrrverandi formaður félagsins, tilkynnti að hann hygðist ekki halda störfum sínum áfram braust út formannsslagur milli þeirra Sigríðar Daggar, fréttamanns á RÚV, og Heimis Más Péturssonar, fréttamanns á Stöð 2. Mögulegur sigur Sigríðar í þessu kapphlaupi virðist hafa skotið Samherjamönnum skelk í bringu og hvatti Þorbjörn til þess að haft yrði samband við starfsfólk einkarekinna fjölmiðla til þess að hvetja það til að kjósa Heimi. „PR Namibia“ Í gögnunum er meðal annars að finna skilaboð sem hópurinn sendi sín á milli á spjallþræði, sem fékk nafnið „PR Namibia“. Þar má sjá skilaboð frá Þorbirni þar sem hann segir „hallarbyltingu í bígerð í Blaðamannafélagi Íslands,“ og heldur hann því fram að fréttamenn RÚV hafi flykkst að til að skrá sig í félagið til þess að kjósa Sigríði. Þorbjörn Þórðarson, Arna Bryndís McClure og Páll Steingrímsson. Að sögn Þorbjarnar ynnu menn ekki kosningar nema með því að taka upp símann og „smala“. Þá þyrfti ef til vill að smala nýjum félagsmönnum í Blaðamannafélagið. „Það þarf kannski að taka nokkur símtöl í Hádegismóa á morgun og upp á Torg,“ skrifaði Þorbjörn. Til húsa í Hádegismóum eru fjölmiðlar í eigu Árvakurs, Morgunblaðið og mbl.is, og Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins, DV.is og Hringbrautar og annarra tengdra miðla. „Það þarf samt að fara mjög fínt í þetta því við viljum heldur ekki að það spyrjist út að Samherji eða ráðgjafar Samherja séu uggandi yfir stöðunni og séu að hjálpa til í smölun gegn fulltrúa RÚV.[...]Best væri ef ritstjórar einkareknu miðlanna tækju af skarið og ræddu við sitt fólk.[...]Þess vegna þarf að fara yfir þetta með þeim,“ skrifar einn í spjalli hópsins. „Fráleit hugmynd“ að reyna að hafa áhrif á formannskjör BÍ „Þetta er alvarleg og ólíðandi aðför að kjöri formanns í fag- og stéttafélagi og sýnir mikilvægi þess að umræðan um stöðu fjölmiðla og fjárhagslegan grundvöll fjölmiðla verði tekin. Þetta er dæmi um það hvernig hagsmunafélög eru að beita sér til að stýra umræðunni í samfélaginu,“ segir Sigríður Dögg í samtali við fréttastofu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, nýkjörinn formaður BÍ. Vísir/Vilhelm „Eins og við höfum séð með hvernig fréttaflutningurinn hefur verið undanfarna daga er það birtingarmynd þess sem stéttin öll hefur verið að benda á alveg síðan þessi herferð þeirra gegn Helga Seljan, Aðalsteini, RÚV og fleirum hófst. Hversu mikilvægt það er að stéttin standi saman og samfélagið allt.“ Hún segir nauðsynlegt að tryggt sé að hér geti starfað öflugir og frjálsir fjölmiðlar sem geti veitt stórfyrirtækjum og stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. „Það er fráleit hugmynd að ætla að hafa áhrif á kosningu í Blaðamannafélagi Íslands með þessum hætti. Ég tel engar líkur á því að nokkur blaðamaður myndi láta undan svona þrýstingi, verandi svona mikið prinsipp-fólk sem við erum öll, sama á hvaða miðli það er.“ Skipulögðu greinaskrif til að koma höggi á blaðamenn Greint var frá því í gær að Skæruliðadeildin og stjórnendur Samherja hafi skipulagt greinaskrif til að stjórna umræðunni um hið svokallaða Samherjamál og koma höggi á til dæmis blaðamenn og listamenn, þeirra á meðal Helga Seljan. Í umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um málið í gær kemur fram að pistlar, sem sendir voru inn undir nafni Páls Steingrímssonar, hafi að stórum hluta verið samdir af Þorbirni Þórðarsyni. Ekki hefur náðst tal af forsvarsmönnum Samherja. Í bréfi sem lögmaður Samherja sendi Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans, í gær og fréttastofa hefur undir höndum segir að gögnunum sem umfjöllun Kjarnans sé byggð á hafi verið stolið. Gögnin hafi komið úr síma og tölvu Páls Steingrímssonar, starfsmanns Samherja. „Fyrir liggur að umrædd gögn fengust með innbroti í síma og tölvu nefnds Páls Steingrímssonar. Með innbrotinu er rofin friðhelgi einkalífs hans […]. Páll kærði innbrotið og meðferð gagnanna til lögreglu fyrir fáeinum dögum. Málið bíður lögreglurannsóknar,“ segir í bréfinu. Þá kemur fram að hvorki Samherji né forsvarsmenn félagsins muni fjalla um inntak gagna sem aflað hefur verið með refsiverðum hætti. Með því væri berið að ljá umfjöllun vægi sem hún ekki eigi skilið. Fyrirspurnum fjölmiðla um málið verði því ekki svarað. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr bréfi lögmanns Samherja til ritstjóra Kjarnans.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
„Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38