„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2021 15:00 Skæruliðadeild Samherja gerði tilraun til að koma í veg fyrir að Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Vísir Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í samræðum deildarinnar kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans um málið en Kjarninn hefur undir höndum gögn um samskipti meðlima skæruliðadeildarinnar. Þar kemur fram að Arna Bryndís McClure og Páll Steingrímsson, tveir meðlimir hinnar svokölluðu skæruliðadeildar, hafi rætt sín á milli um komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þar hafi Páll meðal annars sagt frá samtali sem hann átti við Þorstein Má um prófkjörið og að Þorsteinn, eins og Páll, vilji ekki sjá Njál á efst sæti framboðslista flokksins í kjördæminu. „Leitt að sjá þetta sé þetta rétt“ Njáll Trausti hefur setið sem þingmaður frá árinu 2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sækist nú eftir fyrsta sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti á dögunum að hann hyggist ekki sitja áfram á þingi. „Mér þykir leitt að sjá þetta sé þetta rétt. Ég held að það sé öllum ljóst að ég er ekki af neinni valdafjölskyldu og ekki með sterka hagsmuni að baki mér, þannig hefur mín pólitík alltaf verið,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Njáll var ekki búinn að sjá umfjöllun Kjarnans um málið og kom það honum því nokkuð opna skjöldu. „Ég trúi því að mín vinna og það sem ég stend fyrir eigi sterkan hljómgrunn, sérstaklega í þessu kjördæmi. Síðan er það þannig að við sem erum í pólitík, það er oft tekist á innan hennar. Ég hef oft heyrt að ég sé handbendi Samherja eða annarra hagsmunaaðila. Sé þetta rétt sem stendur hér í Kjarnanum ætti öllum að vera ljóst að svo er ekki. Ég stend á mínum eigin fótum í pólitík og hef alltaf gert.“ Í kjölfar skilaboðanna um skoðun Þorsteins Más á framboði Njáls svaraði Arna því að enginn vildi sjá Njál í fyrsta sæti á listanum. Páll lofaði þá að ræða málið við áhrifamenn innan flokksins. Vildu fréttamann RÚV ekki sem næsta formann Blaðamannafélagsins Greint var frá því í gær að skæruliðadeild Samherja hafi gert tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl. Deildin vildi reyna að koma í veg fyrir kjör Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á Rúv, og því væri rétt að reyna að hafa áhrif á ritstjóra stærstu einkareknu miðlanna til að fá þá til að þrýsta á sitt fólk til að kjósa Heimi Má Pétursson, fréttamann á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Hélt skæruliðadeildin því fram að hlyti Sigríður kjör myndi RÚV nota Blaðamannafélagið sér til góðs. Talaði skæruliðanefndin meðal annars um það að hafa samband við fréttamenn á sjálfstætt starfandi miðlum og „smala“ þeim í félagið til þess að kjósa Heimi. Sigríður Dögg var að endingu kjörin nýr formaður félagsins en hún fordæmdi tilraunir Samherja til að hafa áhrif á kjörið í gær. Heimir Már sagði í yfirlýsingu í gær að ef þetta væri rétt væri það hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar. Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Í samræðum deildarinnar kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans um málið en Kjarninn hefur undir höndum gögn um samskipti meðlima skæruliðadeildarinnar. Þar kemur fram að Arna Bryndís McClure og Páll Steingrímsson, tveir meðlimir hinnar svokölluðu skæruliðadeildar, hafi rætt sín á milli um komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þar hafi Páll meðal annars sagt frá samtali sem hann átti við Þorstein Má um prófkjörið og að Þorsteinn, eins og Páll, vilji ekki sjá Njál á efst sæti framboðslista flokksins í kjördæminu. „Leitt að sjá þetta sé þetta rétt“ Njáll Trausti hefur setið sem þingmaður frá árinu 2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sækist nú eftir fyrsta sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti á dögunum að hann hyggist ekki sitja áfram á þingi. „Mér þykir leitt að sjá þetta sé þetta rétt. Ég held að það sé öllum ljóst að ég er ekki af neinni valdafjölskyldu og ekki með sterka hagsmuni að baki mér, þannig hefur mín pólitík alltaf verið,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Njáll var ekki búinn að sjá umfjöllun Kjarnans um málið og kom það honum því nokkuð opna skjöldu. „Ég trúi því að mín vinna og það sem ég stend fyrir eigi sterkan hljómgrunn, sérstaklega í þessu kjördæmi. Síðan er það þannig að við sem erum í pólitík, það er oft tekist á innan hennar. Ég hef oft heyrt að ég sé handbendi Samherja eða annarra hagsmunaaðila. Sé þetta rétt sem stendur hér í Kjarnanum ætti öllum að vera ljóst að svo er ekki. Ég stend á mínum eigin fótum í pólitík og hef alltaf gert.“ Í kjölfar skilaboðanna um skoðun Þorsteins Más á framboði Njáls svaraði Arna því að enginn vildi sjá Njál í fyrsta sæti á listanum. Páll lofaði þá að ræða málið við áhrifamenn innan flokksins. Vildu fréttamann RÚV ekki sem næsta formann Blaðamannafélagsins Greint var frá því í gær að skæruliðadeild Samherja hafi gert tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl. Deildin vildi reyna að koma í veg fyrir kjör Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á Rúv, og því væri rétt að reyna að hafa áhrif á ritstjóra stærstu einkareknu miðlanna til að fá þá til að þrýsta á sitt fólk til að kjósa Heimi Má Pétursson, fréttamann á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Hélt skæruliðadeildin því fram að hlyti Sigríður kjör myndi RÚV nota Blaðamannafélagið sér til góðs. Talaði skæruliðanefndin meðal annars um það að hafa samband við fréttamenn á sjálfstætt starfandi miðlum og „smala“ þeim í félagið til þess að kjósa Heimi. Sigríður Dögg var að endingu kjörin nýr formaður félagsins en hún fordæmdi tilraunir Samherja til að hafa áhrif á kjörið í gær. Heimir Már sagði í yfirlýsingu í gær að ef þetta væri rétt væri það hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar.
Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28
„Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38
„Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“