Ríkisútvarpið

Fréttamynd

Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður bar­áttuna

Patrekur Jaime hefur verið edrú í um tvö ár eftir að hafa séð sjálfan sig drukkinn í sjónvarpsþáttunum Æði. Hann styður Gleðigönguna en segir hana ekki vera vettvang fyrir sig og honum hafi liðið eins og í dýragarði í eina skiptið sem hann tók þátt í henni.

Lífið
Fréttamynd

Hættir sem rit­stjóri Kveiks

Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV. Hann segir enga dramatík á bak við brotthvarf sitt. Hann sé einfaldlega orðinn þreyttur.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv

Veðmálasíðan Betsson fékk óvænt að auglýsa í beinni útsendingu á Rúv í kvöld þegar íslenska landsliðið í körfuknattleik keppti æfingarleik gegn Litháum, þar sem Rúv hafði keypt útsendingu frá Litháen með fastri auglýsingu. Veðmálaauglýsingar eru ólöglegar á Íslandi og íþróttastjóri Rúv segir málið óheppilegt. Slíkt muni ekki gerast aftur. 

Innlent
Fréttamynd

Á bata­vegi fjórum mánuðum eftir slysið

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á Ríkissjónvarpinu, gekkst undir margþætta aðgerð á vinstra hné í gær eftir að hafa slasast á fjallaskíðum á Snæfellsjökli um liðna páska. Hún segist nú vera á batavegi og stefnir á að mæta aftur til starfa í október.

Lífið
Fréttamynd

Rúv vildi Ísraels­menn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili

Ísraelsmenn taka að óbreyttu þátt í Eurovision á næsta ári þar sem atkvæðagreiðslu um að meina þeim frá þátttöku var frestað fram á vetur. Fulltrúar Rúv vildu keppnisbann yfir Ísraelsmönnum og líklegt þykir að tillaga þess efnis hefði verið samþykkt ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Seinkun frétta­tímans seinkað

Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins færast ekki til klukkan 20 þegar EM kvenna í fótbolta lýkur, líkt og tilkynnt hafði verið um. Enn stendur þó til að seinka fréttatímanum. Í kvöld verður síðasti tíufréttatíminn lesinn í sjónvarpi allra landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­falt sið­gæði EBU mikið áhyggju­efni

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kemur saman í London á fimmtudag og föstudag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður meðal annars til umræðu. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir ólíðandi að söngvakeppnin sé notuð í pólitísku áróðursstríði og að ekkert réttlæti þátttöku Ísraels. 

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði öllum kröfum Ást­hildar Lóu nema einni

Ríkisútvarpið og fréttakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Siðanefnd hafnaði öllum kröfum ráðherrans fyrrverandi nema einni og telur brotið ekki alvarlegt en ámælisvert þó.

Innlent
Fréttamynd

Páll skip­stjóri krefur Ríkis­út­varpið um milljónir króna

Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar.

Innlent
Fréttamynd

Krefur Ríkis­út­varpið um leið­réttingu

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent Ríkisútvarpinu formlega beiðni um leiðréttingu á meintum rangfærslum sem voru viðhafðar í þætti Kveiks á RÚV þann 29. apríl síðastliðinn, og hafi síðan verið endurteknar í öðrum miðlum.

Innlent
Fréttamynd

Edda Sif fyrst kvenna kjörin for­maður SÍ

Edda Sif Pálsdóttir var kjörin formaður Samtaka íþróttafréttamanna til næstu tveggja ára, fyrst kvenna í 69 ára sögu samtakanna. Hún tekur við af Tómasi Þór Þórðarssyni sem gekk úr samtökunum eftir sex ára setu í formannsstólnum.

Sport
Fréttamynd

Felix kveður Euro­vision

Felix Bergsson hefur tilkynnt að hann muni ekki snúa aftur í Eurovision-teymi Rúv. Hann hefur sinnt ýmsum störfum í teyminu undanfarin fjórtán ár, verið fjölmiðlafulltrúi og fararstjóri íslenska hópsins, lýst keppninni og verið í stýrihópi Eurovision.

Lífið
Fréttamynd

Um sjónar­horn og sann­leika

Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar.

Skoðun
Fréttamynd

Hera Björk mun kynna stigin

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 

Lífið