Veður

Há­marks­hiti um á­tján stig en lægðir þjarma að úr suð­vestri

Atli Ísleifsson skrifar
Áfram er hlýtt í dag og verður hámarkshitinní kringum átján stig.
Áfram er hlýtt í dag og verður hámarkshitinní kringum átján stig. Vísir/Vilhelm

Hæð norðaustur af landinu stjórnar enn veðrinu hér á landi og víða er vindur fremur hægur og léttskýjað. Lægðir þjarma að landinu úr suðvestri og valda því að nokkur vindstrengur er með suðurströndinni, þrettán til tuttugu metrum á sekúndur í kvöld og á morgun.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að áfram sé hlýtt og hámarkshiti verði í kr0ngum átján stig.

„Lítilsháttar rigning fylgir vindinum sunnanlands en um helgina er útlit fyrir að hæðin gefi eftir og úrkomuskil nái inn á land með vætu sunnan- og vestantil á laugardaginn og úrkomumeira á sunnudag.

Það er því von til þess að jarðvegur blotni og gróður taki við sér og dragi úr eldhættu.“

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðaustan 13-20 m/s, hvassast með suðurströndinni og dálítil væta um sunnanvert landið. Hiti 7 til 12 stig. Heldur hægari vindur og bjart veður norðanlands með hita að 18 stigum.

Á laugardag: Sunnan 8-13 m/s og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt norðantil á landinu. Hiti 6 til 11 stig, en að 16 stigum fyrir norðan. Suðaustan 13-18 m/s suðvestanlands um kvöldið.

Á sunnudag: Suðvestan 8-15 m/s, skúrir en lengst af rigning suðaustanlands. Bjartviðri norðaustantil á landinu. Hiti 5 til 12 stig.

Á mánudag: Suðlæg átt og rigning með köflum en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt og skúrir í flestum landshlutum. Hiti víða 7 til 12 stig.

Á miðvikudag: Útlit fyrir austan og norðaustan átt með skúrum um allt land.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.