„Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 13:45 Roman Protasevíts handtekinn á mótmælum árið 2017. AP/Sergei Grits Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. Flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina. Stutt var í lendingu í Vilníus en um fimmtán mínútum eftir stefnubreytinguna tilkynnti flugmaðurinn að lent yrði í Minsk. Flestir farþegar voru hinir rólegustu en það var Protasevíts ekki. Hann sagðist vita í hvað stefndi. „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi, sagði hann. Það er samkvæmt Marius Rutkauskas, sem sat í röðinni fyrir framan hann og ræddi við miðilinn LRT í Litháen í gær. Rutkauskas sagði Protasevíts hafa verið í óðagoti eftir tilkynningu flugstjórans. Það sem vitað er um flugferðina er á þá leið að flugstjórar flugvélarinnar fengu skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk að það væri sprengja um borð í flugvélinni. Var þeim skipað að lenda í Minsk, jafnvel þó Vilnius væri nær og fylgdi orrustuþota hlaðinn eldflaugum flugvélinni til lendingar. BELARUS: A video posted by a Belarusian plane spotting group allegedly shows the MiG-29 which intercepted the Ryanair flight earlier. pic.twitter.com/QL8xhhxmf9— Conflict News (@Conflicts) May 23, 2021 Nú þykir ljóst að sprengjuógnin var engin. Ráðamenn í Evrópu og annarsstaðar í heiminum hafa fordæmt atvikið harkalega og segja þetta hafa verið flugrán. Hvíta-Rússland hefur þegar verið beitt refsiaðgerðum vegna þess og er von á frekari aðgerðum. Sjá einnig: Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Eftir tilkynningu flugstjórans segja farþegar að Protasevíts hafi staðið upp, tekið tösku sína niður úr hillu og byrjað að brjóta tölvubúnað sinn. Hann er einnig sagður hafa biðlað til flugfreyju RyanAir um að hann yrði ekki afhentur yfirvöldum en hún mun hafa sagt honum að hendur þeirra væru bundnar. Hér má tíst Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, með mynd af FlightRadar þar sem sjá má flugvélum flogið fram hjá lofthelgi Hvíta-Rússlands. Europe in action #Belarus #EUCO #RamanPratasevich pic.twitter.com/X1oHlfB2qW— Charles Michel (@eucopresident) May 25, 2021 Farþegar flugvélarinnar voru teknir úr vélinni í hópum og var leitað gaumgæfilega í farangri þeirra. Farþegar hafa sagt fjölmiðlum að meiri tíma hafi verið varið í að leita í farangri Protasevíts en hjá öðrum. Í samtali við Washington Post sagði kona sem var með honum í hóp að Protasevíts hefði verið í óðagoti og þegar aðrir farþegar spurðu hann hvað væri að gerast sagði hann að flugvélinni hefði verið lent vegna hans. Hann væri í hættu. Roman Protasevíts ber þess ummerki á myndbandi sem ríkisstjórn Lúkasjenka birti í gær, að hafa verið beittur ofbeldi. Faðir hans segir hann hafa verið þvingaðan til að játa meint brot sín.AP/Ríkisstjórn Hvíta-Rússlands Farþegarnir voru svo fluttir með rútum í flugstöðina í Minsk, þar sem hann og rússnesk kærasta hans voru handtekin. Ekki er vitað hvar þau eru niðurkomin. Öðrum farþegum flugvélarinnar og áhöfn var leyft að halda ferðinni áfram eftir nokkra klukkustunda óvissu í Minsk. RyanAir segir fimm farþega hafa orðið eftir í Minsk og er það til marks um að útsendarar Leyniþjónstu Hvíta-Rússlands, sem kallast KGB, hafi fylgt Protasevíts eftir. Áður en flugvélin tók á loft hafði hann sent vinum sínum skilaboð um að hann taldi menn vera að elta sig. Protasevíts hefur á undanförnum árum tekið þátt í stjórnarandstöðu Hvíta-Rússlands, þrátt fyrir að vera einungis 26 ára gamall. Frá árinu 2019 hefur hann verið í útlegð frá Hvíta-Rússlandi en í fyrra var hann meðal leiðtoga mótmælahrefyingar gegn Alexander Lúkasjenka, forseta landsins, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu. Protasevíts skipulagði mótmæli og ræddi við mótmælendur í gegnum Internetið. Hann sinnti sömuleiðis starfi sínum sem blaðamaður fyrir fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi og víðar og varð síðan ritstjóri Nexta, eins af stærri sjálfstæðu miðlum landsins. Lögregluþjónar sparka í mann sem liggur í götunni á mótmælum í Minsk í fyrra.AP Mótmælin gegn Lúkasjenska voru í kjölfar umdeildra kosninga. Lúkasjenka sagðist hafa unnið kosningarnar með miklum yfirburðum en stjórnarandstaðan og aðrir hafa sakað forsetann um stórfelld kosningasvik. Sjá einnig: Lúkasjenka lét sverja sig í embætti Stjórn Lúkasjenkas brást við af mikilli hörku og voru þúsundir mótmælenda handteknir. Þá bárust fregnir af miklu ofbeldi öryggissveita og jafnvel pyntingum. Svetlana Tíkanovskaja, sem bauð sig fram gegn Lúkasjenka, flúði fljótt til Litháens. Eiginmaður hennar hafði áður boðið sig fram gegn forsetanum en sá var dæmdur í fangelsi skömmu eftir að hann tilkynnti framboð sitt. Lúkasjenka hefur farið fram af mikilli hörku gegn andstæðingum sínum. Hann er sagður hafa gefið þá skipun að flugvélin yrði þvinguð til að lenda í Minsk og mun hann hafa sent orrustuþotuna til að tryggja að það yrði gert, samkvæmt frétt Guardian. Sagður hafa verið pyntaður Í gær var birt myndband af Protasevíts þar sem hann játaði að hafa skipulagt mótmæli gegn Lúkasjenka. Hann sagði einnig að vel væri komið fram við hann og hann væri við góða heilsu. Hann var þó bersýnilega marinn í andliti og segir faðir hans að hann hafi verið þvingaður til að lesa upp þessi skilaboð. Hér má sjá myndband Telegraph, þar sem sjá má yfirlýsingu Protasevíts og ummæli föður hans. Blaðamaður Telegraph hefur eftir lögmanni Protasevíts að henni hafi ekki verið leyft að hitta hann í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tíkanovskaja sagði í dag að Protasevíts hefði verið pyntaður í haldi. Protasevíts hefur verið ákærður á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. Hann stendur frammi fyrir minnst tólf árum í fangelsi. Annar aðgerðasinni stjórnarandstöðunnar, Vitold Ashurok, dó nýverið í fangelsi í Hvíta-Rússlandi. Stjórnvöld segja hann hafa dáið úr hjartaáfalli en fjölskylda hans segir hann hafa verið myrtan. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54 Telur að Protasevich gæti verið pyntaður í Hvíta-Rússlandi Fjölskylda hvítrússneska blaðamannsins Romans Protasevich óttast að hann kunni að vera pyntaður af stjórnvöldum í heimalandinu eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til lendingar í Hvíta-Rússlandi og hann tekinn höndum. 24. maí 2021 21:24 Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. 24. maí 2021 18:35 Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Fleiri fréttir Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Sjá meira
Flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina. Stutt var í lendingu í Vilníus en um fimmtán mínútum eftir stefnubreytinguna tilkynnti flugmaðurinn að lent yrði í Minsk. Flestir farþegar voru hinir rólegustu en það var Protasevíts ekki. Hann sagðist vita í hvað stefndi. „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi, sagði hann. Það er samkvæmt Marius Rutkauskas, sem sat í röðinni fyrir framan hann og ræddi við miðilinn LRT í Litháen í gær. Rutkauskas sagði Protasevíts hafa verið í óðagoti eftir tilkynningu flugstjórans. Það sem vitað er um flugferðina er á þá leið að flugstjórar flugvélarinnar fengu skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk að það væri sprengja um borð í flugvélinni. Var þeim skipað að lenda í Minsk, jafnvel þó Vilnius væri nær og fylgdi orrustuþota hlaðinn eldflaugum flugvélinni til lendingar. BELARUS: A video posted by a Belarusian plane spotting group allegedly shows the MiG-29 which intercepted the Ryanair flight earlier. pic.twitter.com/QL8xhhxmf9— Conflict News (@Conflicts) May 23, 2021 Nú þykir ljóst að sprengjuógnin var engin. Ráðamenn í Evrópu og annarsstaðar í heiminum hafa fordæmt atvikið harkalega og segja þetta hafa verið flugrán. Hvíta-Rússland hefur þegar verið beitt refsiaðgerðum vegna þess og er von á frekari aðgerðum. Sjá einnig: Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Eftir tilkynningu flugstjórans segja farþegar að Protasevíts hafi staðið upp, tekið tösku sína niður úr hillu og byrjað að brjóta tölvubúnað sinn. Hann er einnig sagður hafa biðlað til flugfreyju RyanAir um að hann yrði ekki afhentur yfirvöldum en hún mun hafa sagt honum að hendur þeirra væru bundnar. Hér má tíst Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, með mynd af FlightRadar þar sem sjá má flugvélum flogið fram hjá lofthelgi Hvíta-Rússlands. Europe in action #Belarus #EUCO #RamanPratasevich pic.twitter.com/X1oHlfB2qW— Charles Michel (@eucopresident) May 25, 2021 Farþegar flugvélarinnar voru teknir úr vélinni í hópum og var leitað gaumgæfilega í farangri þeirra. Farþegar hafa sagt fjölmiðlum að meiri tíma hafi verið varið í að leita í farangri Protasevíts en hjá öðrum. Í samtali við Washington Post sagði kona sem var með honum í hóp að Protasevíts hefði verið í óðagoti og þegar aðrir farþegar spurðu hann hvað væri að gerast sagði hann að flugvélinni hefði verið lent vegna hans. Hann væri í hættu. Roman Protasevíts ber þess ummerki á myndbandi sem ríkisstjórn Lúkasjenka birti í gær, að hafa verið beittur ofbeldi. Faðir hans segir hann hafa verið þvingaðan til að játa meint brot sín.AP/Ríkisstjórn Hvíta-Rússlands Farþegarnir voru svo fluttir með rútum í flugstöðina í Minsk, þar sem hann og rússnesk kærasta hans voru handtekin. Ekki er vitað hvar þau eru niðurkomin. Öðrum farþegum flugvélarinnar og áhöfn var leyft að halda ferðinni áfram eftir nokkra klukkustunda óvissu í Minsk. RyanAir segir fimm farþega hafa orðið eftir í Minsk og er það til marks um að útsendarar Leyniþjónstu Hvíta-Rússlands, sem kallast KGB, hafi fylgt Protasevíts eftir. Áður en flugvélin tók á loft hafði hann sent vinum sínum skilaboð um að hann taldi menn vera að elta sig. Protasevíts hefur á undanförnum árum tekið þátt í stjórnarandstöðu Hvíta-Rússlands, þrátt fyrir að vera einungis 26 ára gamall. Frá árinu 2019 hefur hann verið í útlegð frá Hvíta-Rússlandi en í fyrra var hann meðal leiðtoga mótmælahrefyingar gegn Alexander Lúkasjenka, forseta landsins, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu. Protasevíts skipulagði mótmæli og ræddi við mótmælendur í gegnum Internetið. Hann sinnti sömuleiðis starfi sínum sem blaðamaður fyrir fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi og víðar og varð síðan ritstjóri Nexta, eins af stærri sjálfstæðu miðlum landsins. Lögregluþjónar sparka í mann sem liggur í götunni á mótmælum í Minsk í fyrra.AP Mótmælin gegn Lúkasjenska voru í kjölfar umdeildra kosninga. Lúkasjenka sagðist hafa unnið kosningarnar með miklum yfirburðum en stjórnarandstaðan og aðrir hafa sakað forsetann um stórfelld kosningasvik. Sjá einnig: Lúkasjenka lét sverja sig í embætti Stjórn Lúkasjenkas brást við af mikilli hörku og voru þúsundir mótmælenda handteknir. Þá bárust fregnir af miklu ofbeldi öryggissveita og jafnvel pyntingum. Svetlana Tíkanovskaja, sem bauð sig fram gegn Lúkasjenka, flúði fljótt til Litháens. Eiginmaður hennar hafði áður boðið sig fram gegn forsetanum en sá var dæmdur í fangelsi skömmu eftir að hann tilkynnti framboð sitt. Lúkasjenka hefur farið fram af mikilli hörku gegn andstæðingum sínum. Hann er sagður hafa gefið þá skipun að flugvélin yrði þvinguð til að lenda í Minsk og mun hann hafa sent orrustuþotuna til að tryggja að það yrði gert, samkvæmt frétt Guardian. Sagður hafa verið pyntaður Í gær var birt myndband af Protasevíts þar sem hann játaði að hafa skipulagt mótmæli gegn Lúkasjenka. Hann sagði einnig að vel væri komið fram við hann og hann væri við góða heilsu. Hann var þó bersýnilega marinn í andliti og segir faðir hans að hann hafi verið þvingaður til að lesa upp þessi skilaboð. Hér má sjá myndband Telegraph, þar sem sjá má yfirlýsingu Protasevíts og ummæli föður hans. Blaðamaður Telegraph hefur eftir lögmanni Protasevíts að henni hafi ekki verið leyft að hitta hann í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tíkanovskaja sagði í dag að Protasevíts hefði verið pyntaður í haldi. Protasevíts hefur verið ákærður á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. Hann stendur frammi fyrir minnst tólf árum í fangelsi. Annar aðgerðasinni stjórnarandstöðunnar, Vitold Ashurok, dó nýverið í fangelsi í Hvíta-Rússlandi. Stjórnvöld segja hann hafa dáið úr hjartaáfalli en fjölskylda hans segir hann hafa verið myrtan.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54 Telur að Protasevich gæti verið pyntaður í Hvíta-Rússlandi Fjölskylda hvítrússneska blaðamannsins Romans Protasevich óttast að hann kunni að vera pyntaður af stjórnvöldum í heimalandinu eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til lendingar í Hvíta-Rússlandi og hann tekinn höndum. 24. maí 2021 21:24 Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. 24. maí 2021 18:35 Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Fleiri fréttir Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Sjá meira
Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54
Telur að Protasevich gæti verið pyntaður í Hvíta-Rússlandi Fjölskylda hvítrússneska blaðamannsins Romans Protasevich óttast að hann kunni að vera pyntaður af stjórnvöldum í heimalandinu eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til lendingar í Hvíta-Rússlandi og hann tekinn höndum. 24. maí 2021 21:24
Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. 24. maí 2021 18:35
Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16