Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 10:29 Lúkasjenkó hefur verið við völd í Hvíta-Rússlandi frá 1994 og hefur verið nefndur „síðasti einræðisherra Evrópu“. AP/Maxim Guchek Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. Engin tilkynning var send út um athöfnina en enn er deilt hart um úrslit kosninganna sem fóru fram í síðasta mánuði. Nokkur hundruð manns, þar á meðal embættismenn, þingmenn og fjölmiðlamenn, voru viðstödd athöfnina í höfuðborginni Minsk þegar Lúkasjenkó sór eið að stjórnarskránni, að sögn Belta-fréttastofunnar. „Dagurinn sem tekið er við embætti forseta er sigurdagur okkar, sannfærandi og afdrifaríkur. Við kusum ekki bara forseta landsins, við vorum að verja gildi okkar, friðsælt líf okkar, fullveldi og sjálfstæði,“ sagði Lúkasjenkó við athöfnina. Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi sakar Lúkasjenkó um stórfelld kosningasvik í kosningunum sem fóru fram 9. ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum vann Lúkasjenkó stórsigur. Stjórn Lúkasjenkó hefur brugðist við mótmælum eftir kosningarnar með hörku. Hún á nú yfir höfði sér refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur á hinn bóginn verið Lúkasjenkó innan handar og sagst tilbúinn að senda rússneskar öryggissveitir til Hvíta-Rússlands til að bæla niður mótmælin. Anais Marin, mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, að fleiri en tíu þúsund manns hefðu verið handteknir með ofbeldi í Hvíta-Rússlandi eftir kosningarnar. Fleiri en 500 tilkynningar um pyntingar hafi borist og þúsundir um að fólk hafi verið barið hrottalega, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. 14. september 2020 16:32 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. Engin tilkynning var send út um athöfnina en enn er deilt hart um úrslit kosninganna sem fóru fram í síðasta mánuði. Nokkur hundruð manns, þar á meðal embættismenn, þingmenn og fjölmiðlamenn, voru viðstödd athöfnina í höfuðborginni Minsk þegar Lúkasjenkó sór eið að stjórnarskránni, að sögn Belta-fréttastofunnar. „Dagurinn sem tekið er við embætti forseta er sigurdagur okkar, sannfærandi og afdrifaríkur. Við kusum ekki bara forseta landsins, við vorum að verja gildi okkar, friðsælt líf okkar, fullveldi og sjálfstæði,“ sagði Lúkasjenkó við athöfnina. Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi sakar Lúkasjenkó um stórfelld kosningasvik í kosningunum sem fóru fram 9. ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum vann Lúkasjenkó stórsigur. Stjórn Lúkasjenkó hefur brugðist við mótmælum eftir kosningarnar með hörku. Hún á nú yfir höfði sér refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur á hinn bóginn verið Lúkasjenkó innan handar og sagst tilbúinn að senda rússneskar öryggissveitir til Hvíta-Rússlands til að bæla niður mótmælin. Anais Marin, mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, að fleiri en tíu þúsund manns hefðu verið handteknir með ofbeldi í Hvíta-Rússlandi eftir kosningarnar. Fleiri en 500 tilkynningar um pyntingar hafi borist og þúsundir um að fólk hafi verið barið hrottalega, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. 14. september 2020 16:32 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. 14. september 2020 16:32
Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35