Erlent

Sex­tán smit greindust í Fær­eyjum í gær

Sylvía Hall skrifar
Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. Vísir/Vilhelm

Alls greindust sextán með kórónuveiruna innanlands í Færeyjum í gær. Fleiri smit hafa ekki greinst á einum degi frá því í desember síðastliðnum.

Þetta kemur fram á vef Kringvarpsins, ríkismiðils Færeyja, en í fyrradag sagði Lars Fodgaard Møller landlæknir að veiran væri greinilega úti í samfélaginu. Þá höfðu fjórir greinst með veiruna og tveir þeirra höfðu ekki hugmynd hver hefði smitað þá. Voru það fyrstu smitin frá áramótum.

Hlutfall jákvæðra sýna var 2,8 prósent í gær, sem samsvarar því að einn af hverjum 38 reyndist jákvæður. Alls voru 619 sýni tekin.

Staðfest virk smit í Færeyjum eru nú 23 og hafa smitin ekki verið fleiri frá því í mars í fyrra. Talið er að um breska afbrigði veirunnar sé að ræða, en það þykir meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.