Erlent

Fyrstu smit ársins hafa greinst í Fær­eyjum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum. 
Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum.  Vísir/Vilhelm

Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum og eru nú í einangrun. Þetta eru fyrstu staðfestu smitin þar í landi frá því að nýtt ár gekk í garð.

Ekki hefur tekist að rekja smit tveggja þeirra sem hafa greinst og óvíst er hvernig þeir smituðust. Þetta kemur fram á vef færeyska ríkisútvarpsins.

Lars Fodgaard Møller, landlæknir Færeyja, segir að taka þurfi stöðuna með fúlustu alvöru. Hann segir þó enn of snemmt að íhuga hertar sóttvarnaaðgerðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×