Jóhannes Karl: Fótbolti þannig leikur að það er tekist á Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 21. maí 2021 20:55 Jóhannes Karl [annar til vinstri á myndinni] var mjög sáttur með 3-1 sigur sinna manna í ÍA á HK í Kórnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega ánægður með sína menn eftir leik kvöldsins. Skagamenn unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu og eru komnir með fimm stig nú þegar 5. umferð er að ljúka. „Við erum nátturlega bara mjög ánægðir. Það fór rosalega mikil orka í þennan leik og virkilega erfiður völlur að koma að spila á. HK-ingarnir eru með flott lið, eru virkilega öflugir og eru með tæknilega góða menn líka. Við lentum í smá basli en þess þá heldur að hafa lent 1-0 undir hérna að hafa náð að snúa þessu okkur í vil, það er það sem ég er virkilega ánægður með.“ HK-ingar komast yfir þegar strax í byrjun leiksins en þeim tókst ekki að nýta færin sín eftir það mark. ÍA náðu að jafna á 24. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í seinni hálfleik. „Þeir voru nátturlega hættulegir og skoruðu mark snemma í leiknum eftir markspyrnu sem var þegar boltanum var fleytt aftur fyrir og þeir komast aftur fyrir okkur, eitthvað sem við vildum reyna að loka á. Þeir gerðu það vel og skoruðu frábært mark og eru svo nátturlega mjög öflugir varnarlega.“ „Við þurftum að halda áfram að reyna að brjóta þá niður og við vorum að reyna ákveðnar leiðir og komumst í ákveðnar stöður í fyrri hálfleiknum og ég var svona þokkalega ánægður með slatta af hlutum.“ „Auðvitað hefði ég viljað ná að skjóta aðeins meira á markið en við vorum allavega að reyna og gáfumst ekki upp. Karakterinn sem menn sýndu til þess að komast aftur inn í leikinn og komast svo yfir var rosalega gott hjá okkur. Karakterinn var þar nátturlega fyrst og fremst og þó svo að HK hafi verið meira með boltann þá fannst mér við vera yfir í baráttunni og viljanum í að halda áfram og reyna að sækja til sigurs.“ „Auðvitað var þetta hörkuleikur og bæði lið voru tilbúin. Það sást alveg augljóslega að það var mikil barátta framundan snemma í leiknum og mér fannst dómarinn standa sig vel sem og allir aðstoðardómarar stóðu sig einnig vel í að halda leiknum rólegum. Auðvitað er fótbolti þannig leikur að það er tekist á og það voru gul spjöld og rautt spjald en mér fannst aldrei vera nein fólska í neinu sem að menn voru að gera, þetta var bara svona almenn barátta,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
„Við erum nátturlega bara mjög ánægðir. Það fór rosalega mikil orka í þennan leik og virkilega erfiður völlur að koma að spila á. HK-ingarnir eru með flott lið, eru virkilega öflugir og eru með tæknilega góða menn líka. Við lentum í smá basli en þess þá heldur að hafa lent 1-0 undir hérna að hafa náð að snúa þessu okkur í vil, það er það sem ég er virkilega ánægður með.“ HK-ingar komast yfir þegar strax í byrjun leiksins en þeim tókst ekki að nýta færin sín eftir það mark. ÍA náðu að jafna á 24. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í seinni hálfleik. „Þeir voru nátturlega hættulegir og skoruðu mark snemma í leiknum eftir markspyrnu sem var þegar boltanum var fleytt aftur fyrir og þeir komast aftur fyrir okkur, eitthvað sem við vildum reyna að loka á. Þeir gerðu það vel og skoruðu frábært mark og eru svo nátturlega mjög öflugir varnarlega.“ „Við þurftum að halda áfram að reyna að brjóta þá niður og við vorum að reyna ákveðnar leiðir og komumst í ákveðnar stöður í fyrri hálfleiknum og ég var svona þokkalega ánægður með slatta af hlutum.“ „Auðvitað hefði ég viljað ná að skjóta aðeins meira á markið en við vorum allavega að reyna og gáfumst ekki upp. Karakterinn sem menn sýndu til þess að komast aftur inn í leikinn og komast svo yfir var rosalega gott hjá okkur. Karakterinn var þar nátturlega fyrst og fremst og þó svo að HK hafi verið meira með boltann þá fannst mér við vera yfir í baráttunni og viljanum í að halda áfram og reyna að sækja til sigurs.“ „Auðvitað var þetta hörkuleikur og bæði lið voru tilbúin. Það sást alveg augljóslega að það var mikil barátta framundan snemma í leiknum og mér fannst dómarinn standa sig vel sem og allir aðstoðardómarar stóðu sig einnig vel í að halda leiknum rólegum. Auðvitað er fótbolti þannig leikur að það er tekist á og það voru gul spjöld og rautt spjald en mér fannst aldrei vera nein fólska í neinu sem að menn voru að gera, þetta var bara svona almenn barátta,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55