Vopnahlé hefur tekið gildi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 23:47 Þrátt fyrir að búið væri að semja hélt sprengjuregnið áfram alveg þangað til samningurinn tók gildi. AP/Hatem Moussa Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. Ellefu dögum af linnulausum loftárásum Ísraelshers og Hamas hefur því lokið, þar sem palestínskir íbúar Gasasvæðisins komu óumdeilanlega verst út úr átökunum. Að minnsta kosti 232 Palestínumenn létu lífið, þar af 64 börn, á meðan aðeins tólf létust í Ísrael, þar af tvö börn. Síðan átökin hófust hefur verið þrýst á Ísraelsmenn að leita leiða til að koma aftur á vopnahléi við Hamas-samtökin. Í gær átti Joe Biden Bandaríkjaforseta síðan símtal við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi að vopnahléi yrði komið á. Skutu eldflaugum í allt kvöld Í kjölfarið af símtalinu gaf Netanjahú hins vegar út yfirlýsingu um að hann myndi gefa í árásirnar. Í dag kallaði hann þó ríkisstjórn sína saman til að funda um vopnahlé og um klukkan háf átta var það gefið út að ríkisstjórnin hefði samþykkt að ganga að vopnahléssamningi, sem varð til fyrir tilstilli Egypta. Egyptar hafa lofað um sextíu milljörðum króna í enduruppbyggingu á Gasasvæðinu. Hins vegar tók ríkisstjórnin það fram í dag að enn hefði ekki verið ákveðið hvenær samningurinn ætti að taka gildi. Hann tók gildi nú klukkan ellefu í kvöld, eða klukkan 2 um nótt að staðartíma. Bæði Ísraelsher og Hamas-samtökin hafa skotið eldflaugum síðan samningurinn var tilkynntur en hættu auðvitað um leið og samningurinn tók gildi. Hvað næst? Haldi vopnahléið er óljóst hvað tekur við. Samskipti Ísraels og Palestínu hafa síst batnað eftir stríð síðustu daga og ljóst að mikið þarf að koma til ef frekari átök á svæðinu eiga ekki að brjótast út á næstunni. Bandaríkjaforseti sendi frá sér ávarp í kjölfar frétta af vopnahléssamningnum þar sem hann boðaði aðstoð Bandaríkjanna og fleiri ríkja við uppbyggingu á Gasasvæðinu eftir sprengjuárásir Ísraelsmanna. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir. 18. maí 2021 20:01 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Ellefu dögum af linnulausum loftárásum Ísraelshers og Hamas hefur því lokið, þar sem palestínskir íbúar Gasasvæðisins komu óumdeilanlega verst út úr átökunum. Að minnsta kosti 232 Palestínumenn létu lífið, þar af 64 börn, á meðan aðeins tólf létust í Ísrael, þar af tvö börn. Síðan átökin hófust hefur verið þrýst á Ísraelsmenn að leita leiða til að koma aftur á vopnahléi við Hamas-samtökin. Í gær átti Joe Biden Bandaríkjaforseta síðan símtal við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi að vopnahléi yrði komið á. Skutu eldflaugum í allt kvöld Í kjölfarið af símtalinu gaf Netanjahú hins vegar út yfirlýsingu um að hann myndi gefa í árásirnar. Í dag kallaði hann þó ríkisstjórn sína saman til að funda um vopnahlé og um klukkan háf átta var það gefið út að ríkisstjórnin hefði samþykkt að ganga að vopnahléssamningi, sem varð til fyrir tilstilli Egypta. Egyptar hafa lofað um sextíu milljörðum króna í enduruppbyggingu á Gasasvæðinu. Hins vegar tók ríkisstjórnin það fram í dag að enn hefði ekki verið ákveðið hvenær samningurinn ætti að taka gildi. Hann tók gildi nú klukkan ellefu í kvöld, eða klukkan 2 um nótt að staðartíma. Bæði Ísraelsher og Hamas-samtökin hafa skotið eldflaugum síðan samningurinn var tilkynntur en hættu auðvitað um leið og samningurinn tók gildi. Hvað næst? Haldi vopnahléið er óljóst hvað tekur við. Samskipti Ísraels og Palestínu hafa síst batnað eftir stríð síðustu daga og ljóst að mikið þarf að koma til ef frekari átök á svæðinu eiga ekki að brjótast út á næstunni. Bandaríkjaforseti sendi frá sér ávarp í kjölfar frétta af vopnahléssamningnum þar sem hann boðaði aðstoð Bandaríkjanna og fleiri ríkja við uppbyggingu á Gasasvæðinu eftir sprengjuárásir Ísraelsmanna.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir. 18. maí 2021 20:01 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30
Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir. 18. maí 2021 20:01