Eygja möguleika á vopnahléssamningi á föstudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 00:02 Þrátt fyrir yfirlýsingar Netanjahús í dag virðast einhverjir telja að vopnahléssamningur gæti náðst um helgina. getty/kobi wolf/bloomberg Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, virðist ekki ætla að verða við ákalli Bandaríkjaforseta Joe Bidens um að draga verulega úr loftárásum á Gasa-svæðið. Þvert á móti gaf hann það út eftir samtal þeirra í dag að hann myndi gefa í árásirnar. Hörð ummæli Netanjahús marka fyrsta skiptið þar sem yfirlýsingar og stefna Bandaríkjanna og Ísraelsmanna í málinu stangast á. Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Biden hafi sagt við Netanjahú í símtali að hann byggist við að Ísraelsmenn myndu draga verulega úr loftárásum sínum á Palestínumenn á næstu dögum. Stuttu eftir að tilkynningin var send út gaf Netanjahú það hins vegar út að hann myndi bæta í hernaðaraðgerðir á svæðinu. Alþjóðlegur þrýstingur hefur aukist verulega á Ísrael undanfarna daga, samhliða fregnum af miklu mannfalli meðal almennra borgara á Gasa og sömuleiðis miklu eignatjóni. Vísbendingar um vopnahlé Netanjahú hafði þá fyrr í dag gefið það út að ekkert vopnahlé væri til umræðu milli Ísraels og Hamas. Þrátt fyrir þetta virðast margir telja að viðræður um vopnahlé séu í gangi og menn jafnvel að þokast í átt að samkomulagi. New York Times greindi frá því í dag að háttsettur liðsmaður Hamas byggist við vopnahléssamningi á næstu tveimur dögum og þá hafa ísraelskir miðlar greint frá því í dag að ísraelskir embættismenn búist ekki við því að loftárásum á Gasa-svæðið linni fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Etthvað virðist að minnsta kosti vera að gerast í viðræðum aðilanna og nefna báðir aðilar föstudag í samhengi við vopnahlé. Eldflaugum skotið frá Líbanon Linnulausar loftárásir Ísraelshers á Palestínumenn hélt áfram í dag og létu að minnsta kosti níu lífið á Gasa-svæðinu, samkvæmt frétt AP. Að minnsta kosti 227 Palestínumenn hafa látist síðan árásirnar hófust fyrir rúmri viku síðan. Þar af eru 64 börn og 38 konur. Að minnsta kosti 1.620 eru særðir. Á meðan hafa tólf látist í Ísrael í loftárásum Hamas-samtakanna, þar af tvö börn. Eldflaugum var þá skotið inn í norðurhluta Ísrael frá Líbanon í dag í þriðja skiptið á innan við viku. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir árás en hryðjuverkasamtökin Hezbollah, sem hafa áður strítt við Ísraelsmenn, liggja þar helst undir grun. Þó eru fámennar fylkingar Palestínumanna staðsettar í suðurhluta Líbanon. Ísraelsher svaraði í sömu mynt með loftárásum á Líbanon í dag en ekkert mannfall varð í þessum árásum og hefur enginn slasast. Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Hörð ummæli Netanjahús marka fyrsta skiptið þar sem yfirlýsingar og stefna Bandaríkjanna og Ísraelsmanna í málinu stangast á. Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Biden hafi sagt við Netanjahú í símtali að hann byggist við að Ísraelsmenn myndu draga verulega úr loftárásum sínum á Palestínumenn á næstu dögum. Stuttu eftir að tilkynningin var send út gaf Netanjahú það hins vegar út að hann myndi bæta í hernaðaraðgerðir á svæðinu. Alþjóðlegur þrýstingur hefur aukist verulega á Ísrael undanfarna daga, samhliða fregnum af miklu mannfalli meðal almennra borgara á Gasa og sömuleiðis miklu eignatjóni. Vísbendingar um vopnahlé Netanjahú hafði þá fyrr í dag gefið það út að ekkert vopnahlé væri til umræðu milli Ísraels og Hamas. Þrátt fyrir þetta virðast margir telja að viðræður um vopnahlé séu í gangi og menn jafnvel að þokast í átt að samkomulagi. New York Times greindi frá því í dag að háttsettur liðsmaður Hamas byggist við vopnahléssamningi á næstu tveimur dögum og þá hafa ísraelskir miðlar greint frá því í dag að ísraelskir embættismenn búist ekki við því að loftárásum á Gasa-svæðið linni fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Etthvað virðist að minnsta kosti vera að gerast í viðræðum aðilanna og nefna báðir aðilar föstudag í samhengi við vopnahlé. Eldflaugum skotið frá Líbanon Linnulausar loftárásir Ísraelshers á Palestínumenn hélt áfram í dag og létu að minnsta kosti níu lífið á Gasa-svæðinu, samkvæmt frétt AP. Að minnsta kosti 227 Palestínumenn hafa látist síðan árásirnar hófust fyrir rúmri viku síðan. Þar af eru 64 börn og 38 konur. Að minnsta kosti 1.620 eru særðir. Á meðan hafa tólf látist í Ísrael í loftárásum Hamas-samtakanna, þar af tvö börn. Eldflaugum var þá skotið inn í norðurhluta Ísrael frá Líbanon í dag í þriðja skiptið á innan við viku. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir árás en hryðjuverkasamtökin Hezbollah, sem hafa áður strítt við Ísraelsmenn, liggja þar helst undir grun. Þó eru fámennar fylkingar Palestínumanna staðsettar í suðurhluta Líbanon. Ísraelsher svaraði í sömu mynt með loftárásum á Líbanon í dag en ekkert mannfall varð í þessum árásum og hefur enginn slasast.
Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00
Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00