Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs

Sindri Sverrisson skrifar
Ágúst Eðvald Hlynsson er farinn að láta vel til sín taka í liði FH og fagnar hér marki gegn HK.
Ágúst Eðvald Hlynsson er farinn að láta vel til sín taka í liði FH og fagnar hér marki gegn HK. vísir/vilhelm

FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi.

KR vann stórleikinn við Val 3-2 þar sem fyrsta mark leiksins var afskaplega slysalegt. Guðjón Baldvinsson fékk boltann í höfuðið af stuttu færi og náði einhvern veginn að stýra honum á markið, þar sem hann fór á milli fóta Hannesar Þórs Halldórssonar.

Klippa: Mörkin úr sigri Vals á KR

Sebastian Hedlund jafnaði metin fyrir Val eftir hornspyrnu og Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir með fallegu skoti. Sigurður Egill Lárusson skoraði þriðja mark Vals, auðveldlega, eftir undirbúning Kristins Freys Sigurðssonar en KR minnkaði muninn úr vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmarssonar sem Stefán Árni Geirsson fiskaði.

Ásgeir Sigurgeirsson var í stuði í Keflavík og skoraði tvö marka KA, og var það fyrra sérlega fallegt. Ástbjörn Þórðarson jafnaði metin í 1-1 fyrir Keflavík á milli marka Ásgeirs.

Klippa: Mörkin úr sigri KA á Keflavík

Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þriðja mark KA og Elfar Árni Aðalsteinsson, sem er að komast í gang eftir krossbandsslit, innsiglaði sigurinn.

Í Kórnum kom Birnir Snær Ingason HK yfir en Ágúst Eðvald Hlynsson svaraði því með tveimur mörkum fyrir FH. Steven Lennon skoraði svo þriðja mark FH-inga þegar skammt var eftir.

Mörkin úr þeim leik og öll önnur mörk úr 4. umferðinni má sjá í markasyrpunni hér að neðan.

Klippa: Öll mörkin í 4. umferð Pepsi Max-deildar karla

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×