Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2021 09:33 Ágúst Eðvald Hlynsson er farinn að láta vel til sín taka í liði FH og fagnar hér marki gegn HK. vísir/vilhelm FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. KR vann stórleikinn við Val 3-2 þar sem fyrsta mark leiksins var afskaplega slysalegt. Guðjón Baldvinsson fékk boltann í höfuðið af stuttu færi og náði einhvern veginn að stýra honum á markið, þar sem hann fór á milli fóta Hannesar Þórs Halldórssonar. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á KR Sebastian Hedlund jafnaði metin fyrir Val eftir hornspyrnu og Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir með fallegu skoti. Sigurður Egill Lárusson skoraði þriðja mark Vals, auðveldlega, eftir undirbúning Kristins Freys Sigurðssonar en KR minnkaði muninn úr vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmarssonar sem Stefán Árni Geirsson fiskaði. Ásgeir Sigurgeirsson var í stuði í Keflavík og skoraði tvö marka KA, og var það fyrra sérlega fallegt. Ástbjörn Þórðarson jafnaði metin í 1-1 fyrir Keflavík á milli marka Ásgeirs. Klippa: Mörkin úr sigri KA á Keflavík Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þriðja mark KA og Elfar Árni Aðalsteinsson, sem er að komast í gang eftir krossbandsslit, innsiglaði sigurinn. Í Kórnum kom Birnir Snær Ingason HK yfir en Ágúst Eðvald Hlynsson svaraði því með tveimur mörkum fyrir FH. Steven Lennon skoraði svo þriðja mark FH-inga þegar skammt var eftir. Mörkin úr þeim leik og öll önnur mörk úr 4. umferðinni má sjá í markasyrpunni hér að neðan. Klippa: Öll mörkin í 4. umferð Pepsi Max-deildar karla Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53 Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 1-3 | Ágúst Eðvald lykillinn að sigri FH FH kom sér upp í fyrsta sæti deildarinnar eftir sigur á HK á útivelli 3-1. Þeir eru alls komnir með 10 stig eftir fjórar umferðir en HK hefur ekki ennþá náð að sigra leik á tímabilinu. 17. maí 2021 21:07 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 1-4 | KA tyllti sér á toppinn KA menn eru í toppsæti Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er lokið. Þeir unnu góðan 4-1 útisigur í Keflavík í kvöld og eru jafnir Víkingi, FH og Val að stigum á toppnum. 17. maí 2021 21:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
KR vann stórleikinn við Val 3-2 þar sem fyrsta mark leiksins var afskaplega slysalegt. Guðjón Baldvinsson fékk boltann í höfuðið af stuttu færi og náði einhvern veginn að stýra honum á markið, þar sem hann fór á milli fóta Hannesar Þórs Halldórssonar. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á KR Sebastian Hedlund jafnaði metin fyrir Val eftir hornspyrnu og Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir með fallegu skoti. Sigurður Egill Lárusson skoraði þriðja mark Vals, auðveldlega, eftir undirbúning Kristins Freys Sigurðssonar en KR minnkaði muninn úr vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmarssonar sem Stefán Árni Geirsson fiskaði. Ásgeir Sigurgeirsson var í stuði í Keflavík og skoraði tvö marka KA, og var það fyrra sérlega fallegt. Ástbjörn Þórðarson jafnaði metin í 1-1 fyrir Keflavík á milli marka Ásgeirs. Klippa: Mörkin úr sigri KA á Keflavík Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þriðja mark KA og Elfar Árni Aðalsteinsson, sem er að komast í gang eftir krossbandsslit, innsiglaði sigurinn. Í Kórnum kom Birnir Snær Ingason HK yfir en Ágúst Eðvald Hlynsson svaraði því með tveimur mörkum fyrir FH. Steven Lennon skoraði svo þriðja mark FH-inga þegar skammt var eftir. Mörkin úr þeim leik og öll önnur mörk úr 4. umferðinni má sjá í markasyrpunni hér að neðan. Klippa: Öll mörkin í 4. umferð Pepsi Max-deildar karla Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53 Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 1-3 | Ágúst Eðvald lykillinn að sigri FH FH kom sér upp í fyrsta sæti deildarinnar eftir sigur á HK á útivelli 3-1. Þeir eru alls komnir með 10 stig eftir fjórar umferðir en HK hefur ekki ennþá náð að sigra leik á tímabilinu. 17. maí 2021 21:07 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 1-4 | KA tyllti sér á toppinn KA menn eru í toppsæti Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er lokið. Þeir unnu góðan 4-1 útisigur í Keflavík í kvöld og eru jafnir Víkingi, FH og Val að stigum á toppnum. 17. maí 2021 21:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53
Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 1-3 | Ágúst Eðvald lykillinn að sigri FH FH kom sér upp í fyrsta sæti deildarinnar eftir sigur á HK á útivelli 3-1. Þeir eru alls komnir með 10 stig eftir fjórar umferðir en HK hefur ekki ennþá náð að sigra leik á tímabilinu. 17. maí 2021 21:07
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 1-4 | KA tyllti sér á toppinn KA menn eru í toppsæti Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er lokið. Þeir unnu góðan 4-1 útisigur í Keflavík í kvöld og eru jafnir Víkingi, FH og Val að stigum á toppnum. 17. maí 2021 21:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04