Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin: Fyrsti sigur Tinda­stóls, Blikar aftur á sigur­braut, Valur marði Fylki og öll hin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breiðablik lagði Þór/KA 3-1 á Kópavogsvelli í gær.
Breiðablik lagði Þór/KA 3-1 á Kópavogsvelli í gær. Vísir/Hulda Margrét

Alls fór heil umferð fram í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu í gær. Hér að neðan má sjá öll mörk umferðarinnar.

Tindastóll vann 2-1 sigur á ÍBV. Fyrsti sigur Stólanna í sögu efstu deildar. Keflavík og Þróttur Reykjavík gerðu 2-2 jafntefli en Þróttarar hafa nú gert þrjú jafntefli í þremur leikjum. Valur marði Fylki með einu marki, 1-0.

Íslandsmeistarar Breiðabliks komust á beinu brautina með 3-1 sigri á Þór/KA og þá unnu Selfyssingar sinn þriðja leik í röð er liðið lagði Stjörnuna, lokatölur þar einnig 3-1.

Hér að neðan má sjá öll mörk gærdagsins.

Klippa: Mörkin úr leikjum gærdagsins

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Fyrsti sigur Tinda­stóls í sögu efstu deildar kominn í hús

Tindastóll tók á móti ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í dag. Þetta var þriðji leikur ÍBV á tímabilinu, en aðeins annar leikur Tindastóls. Tindastóll vann góðan 2-1 sigur og er þar af leiðandi komið með sinn fyrsta sigur í sögu efstu deildar kvenna í knattspyrnu.

Enn eitt jafn­tefli Þróttar í Kefla­vík

Keflavík og Þróttur Reykjavík gerðu 2-2 jafntefli í leik liðanna í Pepsi Max deild kvenna í Keflavík nú rétt í þessu. Var þetta þriðja jafntefli Þróttar í jafn mörgum leikjum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×