Veður

Aust­lægar áttir og gengur á með skúrum eða slyddu­éljum

Atli Ísleifsson skrifar
Reikna má með norðaustlægum vindi á morgun.
Reikna má með norðaustlægum vindi á morgun. Vísir/Vilhelm

Enn liggur víðáttumikið hæðasvæði yfir Grænlandi og Íslandi, en dýpkandi lægð, langt suður í hafi þokast austur. Austlægar áttir leika því um landið og gengur á með skúrum eða slydduéljum, síst þó fyrir norðan.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Á morgun sé lægðin djúpa komin að Írlandi og verði þá vindur norðaustlægari á okkar slóðum.

„Búast má við dálitlum skúrum eða éljum víða um land, en bjartviðri sunnan- og vestanalands. Eins og undanfarið er svalt á landinu, þó að hiti getur farið nærri 10 stigum syðra, þegar best lætur.

Ekki er að sjá neinar veðurbreytingar á sunnudag, nema að mögulega bætir í úrkomu eystra. Þrátt fyrir skúraleiðingar dagsins verður gróður sunnan- og vestanlands áfram mjög þurr um helgina og fólk er því hvatt til að fara varlega með eld.“

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðaustan 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil él norðaustanlands, en annars bjart með köflum. Hiti 1 til 9 stig yfir daginn, en víða næturfrost.

Á sunnudag: Norðaustanátt, skýjað og lítilsháttar rigning eða slydda austanlands, annars þurrt að mestu. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á mánudag og þriðjudag: Norðaustananátt, úrkomulaust að kalla og áfram svalt í veðri.

Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir svala norðlæga átt, dálítli él á N-verðu landinu, en bjartviðri syðra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.