„Höndin verður að vera með fram jörðinni, hvað annað á hann að gera við hana?“ Atli Arason skrifar 13. maí 2021 21:45 Tristan Freyr [númer 32] skoraði gull af marki í kvöld. Það dugði ekki til er Stjarnan tapaði 3-2 á heimavelli. Vísir/Elín Björg Tristan Freyr Ingólfsson, leikmaður Stjörnunnar, var vissulega sár eftir annað tap Stjörnunnar í röð, í þetta sinn á heimavelli gegn Víkingi Reykjavík. Tristan var sérstaklega fúll með vítaspyrnuna sem Víkingar fá. „Þetta er ótrúlega svekkjandi, við höfum ágætis stjórn á leiknum og fáum þrjú mjög ódýr mörk á okkur. Við komum tvisvar til baka og mér fannst við vera mjög óheppnir þar sem við stjórnum seinni hálfleiknum alveg.“ „Eins og í þessu víti.. ég veit ekki alveg hvað Brynjar á að gera við höndina þarna. Dómarinn sér þetta eitthvað öðruvísi. Brynjar tæklar og höndin verður að vera með fram jörðinni, hvað annað á hann að gera við hana?“ spyr Tristan áður en hann bætir við, „svo dekkum við illa í horninu, þetta er bara allt í hausnum hjá okkur.“ Tristan skoraði fyrsta mark sitt fyrir Stjörnuna í kvöld og það var alvöru mark og verður sennilega eitt af þeim betra í sumar. Tristan var fáorður þegar hann var spurður út í markið sem hann skoraði. „Ég veit ekki hvað ég get sagt, ég fæ boltann og fer fram hjá einum og bara negli honum á markið. Ég veit ekki hvað ég get sagt annað en það.“ „Ég er sáttur með þetta [markið] og gaman að skora fyrsta markið,“ svarar Tristan. Stjarnan er með ÍA á botni deildarinnar en bæði lið eru með 1 stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur Stjörnunnar er einmitt gegn ÍA á skipaskaga næsta mánudag. Það er stutt á milli leikja en Tristan telur Stjörnumenn vel klára í þá viðureign. „Við erum allir í toppstandi. Við tökum endurheimt á morgun, hvílum okkur fyrir vel næsta leik og einbeitum okkur að næsta verkefni,“ sagði Tristan Freyr Ingólfsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Stjarnan í tómu tjóni Víkingur Reykjavík sótti þrjú stig í Garðabæinn í kvöld er Stjarnan tók á móti Víking í Pepsi Max deild karla. Lokatölur 3-2 Víkingum í vil. 13. maí 2021 21:30 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Þetta er ótrúlega svekkjandi, við höfum ágætis stjórn á leiknum og fáum þrjú mjög ódýr mörk á okkur. Við komum tvisvar til baka og mér fannst við vera mjög óheppnir þar sem við stjórnum seinni hálfleiknum alveg.“ „Eins og í þessu víti.. ég veit ekki alveg hvað Brynjar á að gera við höndina þarna. Dómarinn sér þetta eitthvað öðruvísi. Brynjar tæklar og höndin verður að vera með fram jörðinni, hvað annað á hann að gera við hana?“ spyr Tristan áður en hann bætir við, „svo dekkum við illa í horninu, þetta er bara allt í hausnum hjá okkur.“ Tristan skoraði fyrsta mark sitt fyrir Stjörnuna í kvöld og það var alvöru mark og verður sennilega eitt af þeim betra í sumar. Tristan var fáorður þegar hann var spurður út í markið sem hann skoraði. „Ég veit ekki hvað ég get sagt, ég fæ boltann og fer fram hjá einum og bara negli honum á markið. Ég veit ekki hvað ég get sagt annað en það.“ „Ég er sáttur með þetta [markið] og gaman að skora fyrsta markið,“ svarar Tristan. Stjarnan er með ÍA á botni deildarinnar en bæði lið eru með 1 stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur Stjörnunnar er einmitt gegn ÍA á skipaskaga næsta mánudag. Það er stutt á milli leikja en Tristan telur Stjörnumenn vel klára í þá viðureign. „Við erum allir í toppstandi. Við tökum endurheimt á morgun, hvílum okkur fyrir vel næsta leik og einbeitum okkur að næsta verkefni,“ sagði Tristan Freyr Ingólfsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Stjarnan í tómu tjóni Víkingur Reykjavík sótti þrjú stig í Garðabæinn í kvöld er Stjarnan tók á móti Víking í Pepsi Max deild karla. Lokatölur 3-2 Víkingum í vil. 13. maí 2021 21:30 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Stjarnan í tómu tjóni Víkingur Reykjavík sótti þrjú stig í Garðabæinn í kvöld er Stjarnan tók á móti Víking í Pepsi Max deild karla. Lokatölur 3-2 Víkingum í vil. 13. maí 2021 21:30