Hundrað dagar frá valdaráninu í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 14:02 Frá mótmælum í Mjanmar í dag. AP Hundrað dagar eru liðnir frá því her Mjanmar tók þar völd. Það var gert á grundvelli grunsamlegra ásakana um kosningasvindl og var Aung San Suu Kyi, leiðtoga ríkisins komið frá völdum. Síðan þá hefur mikil óreiða og hundruð almennra borgara liggja í valnum. Þrátt fyrir töluverðan utanaðkomandi þrýsting hefur herstjórnin ekki sýnt fram á að meðlimir hennar hafi áhuga á að breyta um stefnu. Yfirvöld í Kína og Rússlandi hafa hingað til komið í veg fyrir refsiaðaðgerðir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hagkerfi Mjanmar hefur þrátt fyrir það beðið mikla hnekki vegna umfangsmikilla verkfalla. Herstjórninni hefur að mestu gengið vel í að loka á sjálfstæða fjölmiðla og koma í veg fyrir mjög fjölmenn mótmæli með því að beita miklu valdi. AP fréttaveitan segir til að mynda að talið sé að rúmlega 750 mótmælendur og aðrir borgarar hafi verið felldir af öryggissveitum Mjanmar frá valdaráninu. Blaðakonan Thin Lei Win segir að herstjórnin telji líklegast að daglegt líf sé að færast aftur í eðlilegt horf í Mjanmar og þá aðallega vegna þess að þeir eru að drepa færri en þeir hafa verið að gera. Hins vegar sé það ekki hennar tilfinning eftir að hafa rætt við íbúa. Andstaðan við herstjórnina sé hins vegar ekki eins sýnileg og hún var. David Mathieson, annar sérfræðingur um málefni Mjanmar sem rætt var við segir að útlit sé fyrir að vegna þess mikla ofbeldis sem herstjórnin hafi beitt, séu andstæðingar hennar tilbúnir til að beita meira ofbeldi en áður. Hann segist þegar hafa séð ummerki um það og að sá möguleiki sé fyrir hendi að Mjanmar gæti gengið í gegnum mikið átakatímabil. AFP fréttaveitan segir frá því að margir andstæðingar herstjórnarinnar hafi flúið í faðm skæruliða á landamærum Mjanmar. Þar hafi átök aukist að undanförnu en skæruliðar hafi einnig veitt fólki þjálfun í vopnaburði. Mjanmar Tengdar fréttir Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. 10. maí 2021 08:11 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Meira en 40 börn hafa látist í átökunum í Mjanmar Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum. 1. apríl 2021 17:44 Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. 28. mars 2021 13:25 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Þrátt fyrir töluverðan utanaðkomandi þrýsting hefur herstjórnin ekki sýnt fram á að meðlimir hennar hafi áhuga á að breyta um stefnu. Yfirvöld í Kína og Rússlandi hafa hingað til komið í veg fyrir refsiaðaðgerðir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hagkerfi Mjanmar hefur þrátt fyrir það beðið mikla hnekki vegna umfangsmikilla verkfalla. Herstjórninni hefur að mestu gengið vel í að loka á sjálfstæða fjölmiðla og koma í veg fyrir mjög fjölmenn mótmæli með því að beita miklu valdi. AP fréttaveitan segir til að mynda að talið sé að rúmlega 750 mótmælendur og aðrir borgarar hafi verið felldir af öryggissveitum Mjanmar frá valdaráninu. Blaðakonan Thin Lei Win segir að herstjórnin telji líklegast að daglegt líf sé að færast aftur í eðlilegt horf í Mjanmar og þá aðallega vegna þess að þeir eru að drepa færri en þeir hafa verið að gera. Hins vegar sé það ekki hennar tilfinning eftir að hafa rætt við íbúa. Andstaðan við herstjórnina sé hins vegar ekki eins sýnileg og hún var. David Mathieson, annar sérfræðingur um málefni Mjanmar sem rætt var við segir að útlit sé fyrir að vegna þess mikla ofbeldis sem herstjórnin hafi beitt, séu andstæðingar hennar tilbúnir til að beita meira ofbeldi en áður. Hann segist þegar hafa séð ummerki um það og að sá möguleiki sé fyrir hendi að Mjanmar gæti gengið í gegnum mikið átakatímabil. AFP fréttaveitan segir frá því að margir andstæðingar herstjórnarinnar hafi flúið í faðm skæruliða á landamærum Mjanmar. Þar hafi átök aukist að undanförnu en skæruliðar hafi einnig veitt fólki þjálfun í vopnaburði.
Mjanmar Tengdar fréttir Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. 10. maí 2021 08:11 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Meira en 40 börn hafa látist í átökunum í Mjanmar Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum. 1. apríl 2021 17:44 Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. 28. mars 2021 13:25 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. 10. maí 2021 08:11
Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51
Meira en 40 börn hafa látist í átökunum í Mjanmar Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum. 1. apríl 2021 17:44
Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. 28. mars 2021 13:25