Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 23:07 Sprenging á Gasa í kjölfar loftárása Ísraelshers á svæðið. AP/Adel Hana Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Árásirnar eru sagðar svar ísraelskra stjórnvalda við loftskeytum sem skotið var frá Gasa í átt að Jerúsalem. Ísraelsher skaut einhver skeytanna niður, en engin þeirra eru talin hafa náð að valda miklu tjóni. Harka hefur færst í átök milli Ísraels og Palestínu síðustu daga vegna áforma ísraelskra stjórnvalda um að hrekja palestínskt fólk burt úr hverfi í austurhluta Jerúsalem, þar sem landtökufólk hefur gert sig heimakomið. Átökin fóru stigvaxandi í dag, þar sem Ísrael fagnaði í dag svokölluðum „Jerúsalemdegi,“ þar sem þess er minnst þegar Ísrael náði stjórn yfir austurhluta Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Fyrr í dag mótmæltu Palestínumenn við al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem. Mótmælin sneru að áðurnefndum fyrirætlunum Ísraela um að bola fólki úr hluta borgarinnar. Yfir þrjú hundruð mótmælendur særðust í átökum við ísraelsku lögregluna. Ísrael heitir hefndum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að með loftskeytaárásunum hafi Hamas-samtökin, sem fara með vald á Gasa-svæðinu, farið „yfir rauða línu“ og búast megi við því að Ísrael svari með „miklum mætti.“ Þá hefur BBC eftir háttsettum embættismanni innan Ísraelshers að minnst þrír vígamenn Hamas hafi dáið í loftárásunum. „Við erum byrjuð, ég endurtek, byrjuð, að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum á Gasa.“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að stríðandi fylkingar haldi sig til hlés. Hann beindi orðum sínum þó sérstaklega til Hamas-liða og sagði þá verða að hætta loftskeytaárásum sínum tafarlaust. Ísrael Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Árásirnar eru sagðar svar ísraelskra stjórnvalda við loftskeytum sem skotið var frá Gasa í átt að Jerúsalem. Ísraelsher skaut einhver skeytanna niður, en engin þeirra eru talin hafa náð að valda miklu tjóni. Harka hefur færst í átök milli Ísraels og Palestínu síðustu daga vegna áforma ísraelskra stjórnvalda um að hrekja palestínskt fólk burt úr hverfi í austurhluta Jerúsalem, þar sem landtökufólk hefur gert sig heimakomið. Átökin fóru stigvaxandi í dag, þar sem Ísrael fagnaði í dag svokölluðum „Jerúsalemdegi,“ þar sem þess er minnst þegar Ísrael náði stjórn yfir austurhluta Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Fyrr í dag mótmæltu Palestínumenn við al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem. Mótmælin sneru að áðurnefndum fyrirætlunum Ísraela um að bola fólki úr hluta borgarinnar. Yfir þrjú hundruð mótmælendur særðust í átökum við ísraelsku lögregluna. Ísrael heitir hefndum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að með loftskeytaárásunum hafi Hamas-samtökin, sem fara með vald á Gasa-svæðinu, farið „yfir rauða línu“ og búast megi við því að Ísrael svari með „miklum mætti.“ Þá hefur BBC eftir háttsettum embættismanni innan Ísraelshers að minnst þrír vígamenn Hamas hafi dáið í loftárásunum. „Við erum byrjuð, ég endurtek, byrjuð, að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum á Gasa.“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að stríðandi fylkingar haldi sig til hlés. Hann beindi orðum sínum þó sérstaklega til Hamas-liða og sagði þá verða að hætta loftskeytaárásum sínum tafarlaust.
Ísrael Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07