Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 08:48 Kolaorkuver í Peking sést naumlega í gegnum mengunarmóðu. Helmingur allra kolaorkuvera heimsins eru í Kína. Vísir/EPA Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. Í nýrri skýrslu Rhodium Group, bandarísks greiningarfyrirtækis, kemur fram að losun Kína hafi meira en þrefaldast á undanförnum þremur áratugum. Losunin árið 2019 nam fjórtán milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Bandaríkin, sem voru þar til nýlega stórtækasti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum, losaði næst mest eða 11% af heimslosuninni. Indland var í þriðja sæti með 6,6% losunarinnar. Mannkynið í heild losaði 52 milljarða tonna af koltvísýringsígildum árið 2019, um 11,4% aukning á einum áratug. Kína er fjölmennasta ríki heims og þegar losunin er miðuð við höfðatölu eru Bandaríkin enn langt á undan. Rhodium Group segir að losun miðað við höfðatölu í Kína hafi einnig vaxið hröðum skrefum, þrefaldast á tveimur áratugum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Til að ná því markmiði muni losun ná hámarki sínu ekki síðar en árið 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó er ljóst að Kínverjar þurfa að lyfta grettistaki til að svo megi verða en þeir eru afar háðir kolaorku, kolefnisfrekasta jarðefnaeldsneytinu. Í Kína eru 1.058 kolaorkuver, helmingur allra slíkra orkuvera í heiminum. Ómögulegt er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld nema að Kína og Bandaríkin komi sér saman um draga stórlega úr losun. Ríkin gáfu nýlega út sameiginlega yfirlýsingu um samstarf í loftslagsmálum í aðdraganda loftslagsfundar Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Loftslagsmál Kína Tengdar fréttir Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24. apríl 2021 15:19 Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Í nýrri skýrslu Rhodium Group, bandarísks greiningarfyrirtækis, kemur fram að losun Kína hafi meira en þrefaldast á undanförnum þremur áratugum. Losunin árið 2019 nam fjórtán milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Bandaríkin, sem voru þar til nýlega stórtækasti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum, losaði næst mest eða 11% af heimslosuninni. Indland var í þriðja sæti með 6,6% losunarinnar. Mannkynið í heild losaði 52 milljarða tonna af koltvísýringsígildum árið 2019, um 11,4% aukning á einum áratug. Kína er fjölmennasta ríki heims og þegar losunin er miðuð við höfðatölu eru Bandaríkin enn langt á undan. Rhodium Group segir að losun miðað við höfðatölu í Kína hafi einnig vaxið hröðum skrefum, þrefaldast á tveimur áratugum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Til að ná því markmiði muni losun ná hámarki sínu ekki síðar en árið 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó er ljóst að Kínverjar þurfa að lyfta grettistaki til að svo megi verða en þeir eru afar háðir kolaorku, kolefnisfrekasta jarðefnaeldsneytinu. Í Kína eru 1.058 kolaorkuver, helmingur allra slíkra orkuvera í heiminum. Ómögulegt er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld nema að Kína og Bandaríkin komi sér saman um draga stórlega úr losun. Ríkin gáfu nýlega út sameiginlega yfirlýsingu um samstarf í loftslagsmálum í aðdraganda loftslagsfundar Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow í Skotlandi í nóvember.
Loftslagsmál Kína Tengdar fréttir Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24. apríl 2021 15:19 Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24. apríl 2021 15:19
Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41
ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46