Enski boltinn

Dag­ný náði í mikil­vægt stig og Man City tyllti sér á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný vildi eflaust þrjú stig en þurfti að láta eitt duga í dag.
Dagný vildi eflaust þrjú stig en þurfti að láta eitt duga í dag. Nathan Stirk/Getty Images

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham United er liðið gerði markalaust jafntefli við Aston Villa í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi í dag. Þá er Manchester City komið á topp deildarinnar.

Jafntefli West Ham og Aston Villa var mjög mikilvægt en Dagný og stöllur hennar eru í bullandi fallbaráttu. Nú er liðið í 9. sæti með 15 stig á meðan Bristol City situr á botni deildarinnar í 12. sæti með 12 stig. Aðeins fellur eitt lið úr deildinni.

Manchester City vann 3-0 sigur á Birmingham City og tyllti sér þar með á topp deildarinnar með stigi meira en Chelsea sem á leik til góða. Chloe Kelly kom City yfir á 10. mínútu og bætti við öðru marki sínu þrettán mínútum síðar.

Staðan 2-0 í hálfleik og stefndi lengi vel í að það yrði lokatölur. Esme Morgan bætti hins vegar við þriðja marki Man City á 85. mínútu og í uppbótartíma leiksins skoraði Samantha Mewis fjórða mark. Lokatölur 4-0 og City komið á toppinn.

Arsenal vann dramatískan 2-1 sigur á Everton þar sem Kim Little skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Manchester United vann nauman 1-0 sigur á botnliði Bristol City þökk sé sjálfsmarki Yana Daniels í síðari hálfleik.

Arsenal er í 3. sæti með 47 stig á meðan Manchester United er í 4. sæti með 44 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×