Enski boltinn

Guadiola: „Við getum farið að setja kampavínið í ísskápinn“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pep Guardiola og lærisveinar hans hjá Manchester City þurfa aðeins tvö stig úr seinustu fjórum leikjum sínum til að tryggja Englandsmeistaratitilinn.
Pep Guardiola og lærisveinar hans hjá Manchester City þurfa aðeins tvö stig úr seinustu fjórum leikjum sínum til að tryggja Englandsmeistaratitilinn. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images

Manchester City er í kjörstöðu til að vinna þriðja Englandsmeistaratitilinn á fjórum árum eftir 2-0 sigur gegn Crystal Palace í dag. Pep Guardiola, stjóri liðsins, segir að það sé óhætt að fara að kæla kampavínið.

„Við getum byrjað að setja kampavínið í ísskápinn,“ sagði Guardiola eftir leikinn í dag. „Ekki til að opna það alveg strax, en til að hugsa um það.“

„Englandsmeistaratitillinn er þarna fyrir framan okkur, hann er í okkar höndum. Við þurfum bara einn sigur í viðbót, bara tvö stig.“

Manchester City er nú með 13 stiga forskot á toppi deildarinnar, en nágrannar þeirra í Manchester United eru í öðru sæti og eiga fimm leiki eftir.

Það gæti meira að segja farið svo að City þurfi ekki að einu sinni að bíða eftir næsta leik til að tryggja titilinn. Manchester United mæta ríkjandi Englandsmeisturum Liverpool á morgun.

Fari það svo að Manchester United tapi þeim leik er Englandsmeistaratitillinn í höfn fyrir Guardiola og lærisveina hans.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.