Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 23:17 Rússar samþykktu notkun á Spútnik V á leifturhraða í fyrra. Vestrænar þjóðir hafa hikað við að veita leyfi fyrir notkun þess og brasilísk höfnuðu því í vikunni. Vísir/EPA Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. Fjórtán brasilísk ríki óskuðu eftir heimild til þess að flytja tugi milljóna skammta af Spútnik V inn. Því hafnaði Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, og vísaði til þess sem hún taldi alvarlegs galla á efninu og vandamálum með gæðastjórnun við framleiðsluna á því. Gustavo Mendes, yfirmaður lyfjaeftirlits Anvisa, segir að vísbendingar séu um að svonefndar eitlaveirur sem voru notaðar til að framleiða Spútnik V gætu fjölgað sér og valdið aukaverkunum í fólki. Eitlaveirur er tegund veira sem eru stundum notaðar sem svonefndar veirugenaferjur í bóluefnum sem eiga að kalla fram ónæmisviðbragð. Ekki á að nota veirur sem geta fjölgað sér í þessum tilgangi, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessu hafnar Denis Logunov sem þróaði Spútnik V hjá Gamaleja-stofnuninni í Rússlandi. Á opinberum Twitter-reikningi Spútnik V var Anvisa sakað um að setja fram rangar og misvísandi yfirlýsingar án þess að hafa gert tilraunir með bóluefnið sjálft. Í því ljósi ætluðu framleiðendur bóluefnisins að höfða meiðyrðamál gegn Anvisa í Brasilíu. Anvisa brást við yfirlýsingum frá Rússlandi með því að benda á að Gamaleja-stofnunin hafi sjálf bent á að hlutfall eitlaveira sem gæti fjölgað sér væri mögulega hættulega hátt í Spútnik V í rannsókn sinni. Hlutfallið sé 300 sinnum hærra en miðað sé við í reglugerðum. Rússland Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. 28. apríl 2021 21:54 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Fjórtán brasilísk ríki óskuðu eftir heimild til þess að flytja tugi milljóna skammta af Spútnik V inn. Því hafnaði Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, og vísaði til þess sem hún taldi alvarlegs galla á efninu og vandamálum með gæðastjórnun við framleiðsluna á því. Gustavo Mendes, yfirmaður lyfjaeftirlits Anvisa, segir að vísbendingar séu um að svonefndar eitlaveirur sem voru notaðar til að framleiða Spútnik V gætu fjölgað sér og valdið aukaverkunum í fólki. Eitlaveirur er tegund veira sem eru stundum notaðar sem svonefndar veirugenaferjur í bóluefnum sem eiga að kalla fram ónæmisviðbragð. Ekki á að nota veirur sem geta fjölgað sér í þessum tilgangi, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessu hafnar Denis Logunov sem þróaði Spútnik V hjá Gamaleja-stofnuninni í Rússlandi. Á opinberum Twitter-reikningi Spútnik V var Anvisa sakað um að setja fram rangar og misvísandi yfirlýsingar án þess að hafa gert tilraunir með bóluefnið sjálft. Í því ljósi ætluðu framleiðendur bóluefnisins að höfða meiðyrðamál gegn Anvisa í Brasilíu. Anvisa brást við yfirlýsingum frá Rússlandi með því að benda á að Gamaleja-stofnunin hafi sjálf bent á að hlutfall eitlaveira sem gæti fjölgað sér væri mögulega hættulega hátt í Spútnik V í rannsókn sinni. Hlutfallið sé 300 sinnum hærra en miðað sé við í reglugerðum.
Rússland Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. 28. apríl 2021 21:54 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. 28. apríl 2021 21:54