Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 21:54 Vestræn stjórnvöld telja að Rússar beiti kórónuveirubóluefninu Spútnik V sem tóli til að styðja markmið sín í utanríkismálum, þar á meðal að reyna á samstöðu Evrópuríkja. AP/Matias Delacroix Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. Í ákvörðun Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, fettu sérfræðingar fingur út í skort á gæðastjórnun og gögnum um virkni rússneska bóluefnisins. Þá væru upplýsingar um aukaverkanir bóluefnisins af skornum skammti, að því er segir í frétt Washington Post. Stofnunin segir að eftirlitsmönnum sem hún sendi til Rússlands hafi verið meinaður aðgangur að tilraunastofu þar sem bóluefnið var þróað. Stofnunin hafnaði því umsókn tíu ríkja um að flytja inn þrjátíu milljónir skammta af rússneska bóluefninu. Fjögur ríki til viðbótar og tvær borgir hafa einnig sóst eftir leyfi til að flytja efnið inn. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á beiðni brasilísks lyfjafyrirtækis um heimild til að nota Spútnik V sem er framleitt í Brasilíu. Rússneski fjárfestingasjóðurinn sem flytur Spútnik V út til erlendra ríkja segir ákvörðun Avisa hafa verið pólitíska og að hún hafi ekki nokkuð með aðgang að upplýsingum eða vísindum að gera. Brasilísk yfirvöld hafi látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um að kaupa ekki bóluefnið. Því hafnar bandaríska sendiráðið í Brasilíu. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði viðræður við brasilísk yfirvöld haldi áfram og að ef einhver gögn skorti verði þau lögð fram, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að fleiri ríki hafi hikað við að samþykkja Spútnik V til notkunar. Lyfjayfirvöld í Slóvakíu létu þannig henda lotu af bóluefninu sem þau töldu að væri ekki sama efnið og fjallað var um í ritrýndri grein í læknaritinu Lancet í febrúar. Í þeirri grein var virkni efnisins sögð meira en 91%. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í gær að ekki hafi verið ákveðin nein tímasetning um hvenær mat verður lagt á niðurstöður tilrauna með Spútnik V þannig að hægt verði að gefa út neyðarheimild til notkunar á því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Brasilía Rússland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02 Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29 Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Í ákvörðun Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, fettu sérfræðingar fingur út í skort á gæðastjórnun og gögnum um virkni rússneska bóluefnisins. Þá væru upplýsingar um aukaverkanir bóluefnisins af skornum skammti, að því er segir í frétt Washington Post. Stofnunin segir að eftirlitsmönnum sem hún sendi til Rússlands hafi verið meinaður aðgangur að tilraunastofu þar sem bóluefnið var þróað. Stofnunin hafnaði því umsókn tíu ríkja um að flytja inn þrjátíu milljónir skammta af rússneska bóluefninu. Fjögur ríki til viðbótar og tvær borgir hafa einnig sóst eftir leyfi til að flytja efnið inn. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á beiðni brasilísks lyfjafyrirtækis um heimild til að nota Spútnik V sem er framleitt í Brasilíu. Rússneski fjárfestingasjóðurinn sem flytur Spútnik V út til erlendra ríkja segir ákvörðun Avisa hafa verið pólitíska og að hún hafi ekki nokkuð með aðgang að upplýsingum eða vísindum að gera. Brasilísk yfirvöld hafi látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um að kaupa ekki bóluefnið. Því hafnar bandaríska sendiráðið í Brasilíu. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði viðræður við brasilísk yfirvöld haldi áfram og að ef einhver gögn skorti verði þau lögð fram, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að fleiri ríki hafi hikað við að samþykkja Spútnik V til notkunar. Lyfjayfirvöld í Slóvakíu létu þannig henda lotu af bóluefninu sem þau töldu að væri ekki sama efnið og fjallað var um í ritrýndri grein í læknaritinu Lancet í febrúar. Í þeirri grein var virkni efnisins sögð meira en 91%. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í gær að ekki hafi verið ákveðin nein tímasetning um hvenær mat verður lagt á niðurstöður tilrauna með Spútnik V þannig að hægt verði að gefa út neyðarheimild til notkunar á því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Brasilía Rússland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02 Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29 Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02
Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29
Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15