Íslenski boltinn

Hólmfríður hætt við að hætta og spilar með Selfossi í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir ætlar að hjálpa Selfyssingum í sumar.
Hólmfríður Magnúsdóttir ætlar að hjálpa Selfyssingum í sumar. vísir/vilhelm

Hólmfríður Magnúsdóttir hefur ákveðið að hætta við að hætta og mun spila með Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

Í síðasta mánuði greindi Hólmfríður frá því að hún væri búin að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril.

Nú, nokkrum vikum síðar, hefur Hólmfríði snúist hugur og hún mun taka slaginn með Selfossi í sumar. Liðið lenti í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.

Hólmfríður lék ellefu leiki með Selfossi og skoraði tvö mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra áður en hún fór til Avaldsnes í Noregi.

Hólmfríður átti stóran þátt í því að Selfyssingar náðu sínum besta árangri í sögunni 2019, urðu bikarmeistarar og lentu í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Fyrsti leikur Selfoss í Pepsi Max-deildinni er gegn Keflavík eftir viku.

Upphitunarþáttur fyrir Pepsi Max-deildina verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports 4 klukkan 21:15 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×