Erlent

Englendingar 42 ára og eldri geta nú skráð sig í bólusetningu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bólusett í Birmingham.
Bólusett í Birmingham. epa/Jacob King

Frá og með gærdeginum gátu Englendingar 44 ára og eldri skráð sig í bólusetningu vegna Covid-19 en nú hefur aldurinn verið lækkaður og skráning stendur opin öllum 42 ára og eldri.

Á Norður-Írlandi hefur öllum 35 ára og eldri verið gefinn kostur á að skrá sig í bólusetningu og á Skotlandi er unnið að því að bjóða öllum 40 og eldri bólusetningu.

Sums staðar í Wales geta 30 ára og eldri nú þegar fengið bólusetningu.

Um 33,7 milljónir einstaklinga á Bretlandseyjum hafa fengið fyrri skammt af bóluefni gegn Covid-19 en næstum 12,9 milljónir eru fullbólusettir.

Bresk stjórnvöld stefna að því að ljúka bólusetningum fyrir júlílok og hvetja ákveðna hópa sérstaklega til að þiggja bólusetningu, það er þá sem eru í aukinni áhættu á að leggjast inn á sjúkrahús vegna kórónuveiruveikinda.

Þetta eru karlmenn, svartir og aðrir minnihlutahópar, fólk hvers líkamsmassastuðull er 30 eða meira og þeir sem búa við fátækt.

Þunguðum konum hefur verið ráðlagt að þiggja bólusetningu en helst með bóluefnunum frá Pfizer og Moderna, þar sem endanlegar niðurstöður rannsókna AstraZeneca liggja ekki fyrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×