Kremlverjar láta loka skrifstofum samtaka Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 14:04 Ljúbov Sobol, stuðningskona Navalní, mætti fyrir dóm í Mosvku í morgun. Hún er ein fjölda stjórnarandstæðinga sem yfirvöld handtóku á mótmælum til stuðnings Navalní í síðustu viku. Stjórnvöld í Kreml leyfa takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg fyrir fram. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Rússnesk yfirvöld létu loka skrifstofu samtaka Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu á meðan beðið er úrskurðar dómstóls um hvort að samtökin verði skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í dag. Samtök Navalní berjast gegn spillingu í Rússlandi. Saksóknari í Moskvu krafðist þess að lögbann væri lagt á Sjóð til baráttu gegn spillingu, samtök Navalní. Áður hafði hann krafist þess að dómari lýsti samtökin og útibú þeirra víða um landið ólöglegan öfgahóp. Búist er við því að úrskurður liggi fyrir síðar í dag. Verði dómari við kröfunni gætu félagar og stuðningsmenn samtakanna átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma auk þess sem blátt bann yrði lagt við starfsemi þeirra, að því er AP-fréttastofan hefur eftir baráttufólki fyrir mannréttindum. Í kröfu saksóknarans er einnig farið fram á að samtökunum verði bannað að dreifa upplýsingum til fjölmiðla, taka þátt í kosningum, nýta sér þjónustu banka og skipuleggja opinbera viðburði, að sögn Ivans Pavlov, lögmanns samtakanna. Samtök Navalní standa meðal annars fyrir verkefni til að hjálpa kjósendum að finna og styðja frambjóðendur í kosningum sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Vladímírs Pútín forseta. Þau hafa einnig afhjúpað spillingu opinberra embættismanna á þeim áratug sem er liðinn frá því að þau voru stofnuð. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að hafa látið byggja sér íburðarmikla höll við Svartahaf á laun. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm sem hann hlaut fyrir að brjóta gegn skilmálum reynslulausnar sem hann hlaut í fjársvikamáli frá 2014. Þann dóm taldi Mannréttindadómstóll Evrópu gerræðislegan og óréttlátan. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið reynslulausnina með því að gefa sig ekki fram við þau um nokkurra mánaða skeið í fyrra þegar hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Navalní hefur sakað Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því neita stjórnvöld í Kreml. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Saksóknari í Moskvu krafðist þess að lögbann væri lagt á Sjóð til baráttu gegn spillingu, samtök Navalní. Áður hafði hann krafist þess að dómari lýsti samtökin og útibú þeirra víða um landið ólöglegan öfgahóp. Búist er við því að úrskurður liggi fyrir síðar í dag. Verði dómari við kröfunni gætu félagar og stuðningsmenn samtakanna átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma auk þess sem blátt bann yrði lagt við starfsemi þeirra, að því er AP-fréttastofan hefur eftir baráttufólki fyrir mannréttindum. Í kröfu saksóknarans er einnig farið fram á að samtökunum verði bannað að dreifa upplýsingum til fjölmiðla, taka þátt í kosningum, nýta sér þjónustu banka og skipuleggja opinbera viðburði, að sögn Ivans Pavlov, lögmanns samtakanna. Samtök Navalní standa meðal annars fyrir verkefni til að hjálpa kjósendum að finna og styðja frambjóðendur í kosningum sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Vladímírs Pútín forseta. Þau hafa einnig afhjúpað spillingu opinberra embættismanna á þeim áratug sem er liðinn frá því að þau voru stofnuð. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að hafa látið byggja sér íburðarmikla höll við Svartahaf á laun. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm sem hann hlaut fyrir að brjóta gegn skilmálum reynslulausnar sem hann hlaut í fjársvikamáli frá 2014. Þann dóm taldi Mannréttindadómstóll Evrópu gerræðislegan og óréttlátan. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið reynslulausnina með því að gefa sig ekki fram við þau um nokkurra mánaða skeið í fyrra þegar hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Navalní hefur sakað Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því neita stjórnvöld í Kreml.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40