Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 14:36 Stuðningsmenn Navalní mótmæltu meðal annars við rússneska sendiráðið í London á miðvikudag. Fleiri en þúsund stuðningsmenn hans voru handteknir í Rússlandi þann dag. Vísir/EPA Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. Í yfirlýsingu í dag sagðist Navalní ætla að binda enda á hungurverkfallið í ljósi aðstæðna og þess árangurs sem hann hefði náð. Upphaflega hóf hann verkfallið til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknismeðferð við miklum bakverk og doða í fótleggjum. Hann sagðist hafa fengið að hitta almennan lækni í tvígang, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn segist Navalní þó staðráðinn í að krefjast þess að fá að hitta lækni að eigin vali. „Ég er að missa tilfinninguna í hluta handleggja og fótleggja og ég vil skilja hvað það er og hvernig á að meðhöndla það,“ sagði hann í skilaboðum á samfélagsmiðli frá fanganýlendu í bænum Vladímír þar sem rússnesk stjórnvöld halda honum. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í fyrra og er talið að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um tilræðið. Navalní var fluttur til Þýskalands til meðferðar og lá hann þar í dái um hríð. Í janúar sneri hann heim til Rússlands og var handtekinn við komuna þangað. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilmála reynslulausnar vegna eldri fangelsisdóms sem hann hlaut þegar hann gaf sig ekki reglulega fram á meðan hann lá á milli heims og helju í Þýskalandi. Dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna brotsins. Upphaflega dómnum sem hann hlaut fyrir fjársvik var lýst sem gerræðislegum og óréttlátum í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann dóm notuðu rússnesk stjórnvöld sem átyllu til að meina honum að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningunum árið 2018. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að rússnesk stjórnvöld hefðu brotið á rétti Navalní með því að láta hann sæta stofufangelsi og öðrum þvingunum árið 2014. Markmið þeirra hafi verið að takmarka stjórnmálabaráttu hans. Þúsundir manna komu saman til að krefjast lausnar Navalní í Rússlandi á miðvikudag en rússneska lögreglan handtók yfir þúsund þeirra. Rússnesk stjórnvöld leyfa takmarkað andóf gegn sér og höfðu lýst mótmælin ólögleg. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43 Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Í yfirlýsingu í dag sagðist Navalní ætla að binda enda á hungurverkfallið í ljósi aðstæðna og þess árangurs sem hann hefði náð. Upphaflega hóf hann verkfallið til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknismeðferð við miklum bakverk og doða í fótleggjum. Hann sagðist hafa fengið að hitta almennan lækni í tvígang, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn segist Navalní þó staðráðinn í að krefjast þess að fá að hitta lækni að eigin vali. „Ég er að missa tilfinninguna í hluta handleggja og fótleggja og ég vil skilja hvað það er og hvernig á að meðhöndla það,“ sagði hann í skilaboðum á samfélagsmiðli frá fanganýlendu í bænum Vladímír þar sem rússnesk stjórnvöld halda honum. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í fyrra og er talið að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um tilræðið. Navalní var fluttur til Þýskalands til meðferðar og lá hann þar í dái um hríð. Í janúar sneri hann heim til Rússlands og var handtekinn við komuna þangað. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilmála reynslulausnar vegna eldri fangelsisdóms sem hann hlaut þegar hann gaf sig ekki reglulega fram á meðan hann lá á milli heims og helju í Þýskalandi. Dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna brotsins. Upphaflega dómnum sem hann hlaut fyrir fjársvik var lýst sem gerræðislegum og óréttlátum í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann dóm notuðu rússnesk stjórnvöld sem átyllu til að meina honum að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningunum árið 2018. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að rússnesk stjórnvöld hefðu brotið á rétti Navalní með því að láta hann sæta stofufangelsi og öðrum þvingunum árið 2014. Markmið þeirra hafi verið að takmarka stjórnmálabaráttu hans. Þúsundir manna komu saman til að krefjast lausnar Navalní í Rússlandi á miðvikudag en rússneska lögreglan handtók yfir þúsund þeirra. Rússnesk stjórnvöld leyfa takmarkað andóf gegn sér og höfðu lýst mótmælin ólögleg.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43 Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43
Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent